Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, January 28, 2008

Ég hugsaði...

...mig langar til að henda mér á mjúkt ský og sjá hvað gerist, myndi ég detta í gegnum það eða fá mýkstu lendingu sem hægt er að hugsa sér?

...mig langar að fleygja mér í haug af sápukúlum, hvernig skyldi vera að lenda í þeim, myndu kúlurnar draga úr fallinu?

...mig langar líka að hoppa inn herbergi fullt af litlum mjúkum boltum, svona eins og er í Ikea, ég myndi svo liggja á bakinu og baða út öllum öngum, hendandi litlum boltum í allar áttir. En ég veit að mér yrði ekki hleypt í barnalandið í Ikea.

...mest langar mig samt að fleygja mér í mjúkan karlmannsfaðm, því ég veit að hann myndi ekki gefa eftir.

Góðar stundir.

2 comments:

  • At 11:31 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Jana og takk fyrir síðast, (við á trúnó) bara skemmtilegt, það er svo gaman að tala, sérstaklega eftir 1 eða kanski 2 hehehe. Hlakka til að hitta þig í bónus hahaha
    kveðja Adda

     
  • At 4:32 PM, Blogger Gugga said…

    Dúlla

     

Post a Comment

<< Home