Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, January 02, 2008

Klemma

Klemma áramótanna.
Fyrir utan íbúðina mína er þvottaherbergi sem nýtast á allri blokkinni. Hingað til hefur það þó verið þannig að engin hefur nýtt þetta herbergi nema ég. Enda sú eina í blokkinni sem ekki hefur þurrkara (á reyndar þurrkara en get ekki notað hann). En undanfarnar vikur hefur annarra manna þvottur farið að birtast á snúrunni, þá svona stór þvottur - sængurföt og handklæði. Alla vega þessi sem setur á snúrurnar tekur allar snúrurnar. Notar ekki klemmur heldur leggur sængurfötin yfir snúrurnar svo ekkert annað rúmast á þeim. Það er svo sem ekkert við því að segja enda hef ég engan einkarétt á snúrunum en þessi stórþvottamaður lætur þvottinn svo vera á snúrunum dögum saman.

Ég kom fram með þvottabalann minn áðan og ákvað eftir smá umhugsun að ýta þvottinum til á snúrunum, þvottinum sem búin er að hanga þar síðan 29.desember...grrrr!!! Finnst ykkur þetta frekt?

Vona að þvottafólkið verði ekki brjálað. Er að vinna í að skrifa áramótaannálinn.

1 comments:

  • At 9:18 AM, Blogger Gugga said…

    Úúú....þú verður að leifa okkur að fylgjast með framvindu mála, þetta gæti breyst í þvottasnúrustríð

     

Post a Comment

<< Home