Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, December 29, 2007

Það er þetta með jólin!

Maður bíður spenntur eftir þeim í margar vikur, lætur sig dreyma um samverustundir með fjölskyldunni, matinn sem maður þarf ekki að elda sjálfur, pakkana sem maður fær að rífa upp, sofa út stundirnar, púslið. Svo kemur loksins að þessu öllu og jafnfljótt og það kemur er það búið. Allt í einu er komin 29. desember og framundan er nýja árið. Árið 2008. Árið mitt.

Jólin voru skemmtileg og full af óvæntum atburðum svo ekki sé meira sagt. Ég var hrikalega dugleg að fara út að skokka yfir jólin, alveg þangað til hitastigið fór niður fyrir -5. Þá dröslaði ég þrekhjólinu hans pabba fram fyrir sjónvarpið og horfði hjólandi á Friends. Gaman að þessu og hver segir að maður verði að hafa World Class til að hreyfa sig.

Jólagjafirnar komu skemmtilega á óvart. Útvarpið sem ég bað fjölskylduna um reyndist vera göngutjald og tek ég ofan fyrir þeim að hafa tekist að finna göngutjald einhvers staðar til sölu í Desember. Ég fékk svo einn svona pakka sem var í stíl við þennan "svarta stóra" sem ég fékk í fyrra. Ég bil þakka bróðir mínum fyrir hans skemmtilega og bráðundarlega húmor.

2000 bita brjálaða pússlið okkar Önnu tók alveg ótrúlega langan tíma og er ef satt skal segja ekki tilbúið enn. Síðustu fimm hundruð bitarnir bíða eftir mér í Hrísholtinu.

Móðir mín hefur varla veril til nema í vofu-líki þessi jólin. Hún var svo lögð inn á sjúkrahús í gær og kom heim aftur í dag alveg eins og nýslegin túkall eða svo gott sem. Ég tek ofan fyrir henni og vona að ég sé ekki svona þrjósk líka.

Ég fékk svo óvænt boð í kvöld og er að fara á tónleika á morgun í háskólabíó með fjórum sætum strákum og einni stelpu....úúúú!!! Spennandi?

Later!

0 comments:

Post a Comment

<< Home