Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, December 08, 2007

Update

Jæja!
Þá er ég farin og komin aftur frá Boston. Það var hrikalega skemmtilegt, félagsskapurinn góður, það var hægt versla duglega og endurnýja fataskápinn sem var allur að verða of stór. Allar jólagjafir tilbúnar og meira að segja sængurgjafir fyrir ófædd börn líka. Gaman af því. Djúpsteikti maturinn í Ameríku klikkar ekki, haugurinn af ófríðum fötum í Ameríku klikkar ekki heldur. Óvenjulítið var að myndarlegum karlmönnum á svæðinu, þeir einu tveir sem ég sá voru báðir svartir (ekki að þeir séu neitt verri). Mér finnst að það ætti frekar að flytja inn sæta svertinga í stað Pólverja....aðeins að auka litavalið sko.

Svo er maður að rembast við að detta aftur í rútínu. Það var einhver óskiljanlegur máttur sem dró mig fram úr bælinu klukkan sex í morgun. Samt sit ég hér enn um miðnætti að berjast við að halda augunum opnum.

Stór dagur á morgun þar sem Gugga og Siggi ætla að gefa litlu prinsessunni sinni nafn. Ég hlakka bara til að heyra og sjá. Svo er Gunna systir að bjóða mér á tónleika með kónginum Björgvini seinnipartinn. Já allt saman alveg hrikalega spennandi.

Góðar stundir.

0 comments:

Post a Comment

<< Home