Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 11, 2007

Tumi voffi




Hér sjáið þið Tuma. Tumi er eins og flest ykkar vita hundurinn hans Sigga bróðir. Tumi er mesta gæðablóð og alveg einstaklega skemmtilegur félagi. Tumi fór út að hlaupa í kvöld með afa sínum og varð fyrir því óláni að lenda fyrir bíl og fara undir hann. Tumi tognaði og varð allur götóttur en á einhvern ótrúlegan hátt slapp hann að öðru leyti. Aumingja Tumi minn. Honum leið svo illa að hann vældi eins og ungabarn. Vesalings dýrið og hvað manni getur þótt vænt um þessa málleysingja.

1 comments:

  • At 12:58 PM, Blogger Gugga said…

    Aumingja Tumi. Hann er svo ljúfur og skemmtilegur.

     

Post a Comment

<< Home