Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, October 31, 2007

Litli hluturinn

Fyrir þremur árum þegar ég hætti í Heiðarskóla í Keflavík var mér gefin gjöf sem mér þótti afskaplega vænt um. Þá slógu allir nemendur mínir sem voru 23 saman í skartgrip handa mér. Krakkarnir vissu náttúrulega öll að uppáhaldsliturinn minn var blár og lagt var að ráðin með hvernig hægt væri að komast að því hvort ég væri meira fyrir gull eða silfur.

Ég fékk svo afskaplega fallega sérsmíðaða silfurskartgripi með bláum steinum. Alveg eins og ég hefði sjálf farið út í búð og valið. Ég hef ekki ekki mikið notað þessa fallegu hluti. Ég fór svo á árshátíð ekki fyrir alls löngu og setti þá þessa skartgripi á mig. Silfurhálsmenið með bláa steininum, silfurhringnum með hinum bláa steininum og silfureyrnalokkunum. Þetta er bara flott sett sem sést vel að hefur kostað þessar fimmtíu þúsund krónur sem borgað var fyrir það.

Þegar ég kom heim af árshátíðinni tók ég af mér skartgripina og lagði þá frá mér á sófaborðið. Um morguninn var hringurinn horfin. Ég leitaði um allt, færði til sófa, og lyfti upp mottum. Tók meira að segja pokann úr ryksugunni og gramsaði í honum þó ég vissi að þar hefði hringurinn minn ekki lent. Eini möguleikinn sem eftir var var sá að fröken Sigríður hefði étið hringinn. Þó mér þyki vænt um hringinn finnst mér vænna um kisu svo það krukka í magann á henni var ekki í boði.

Áðan var ég að leita að myndavélinni minni sem nota bene er líka týnd haldið þið þá ekki að hringurinn hafi dottið í hendurnar á mér. Ég sver það að hann datt úr loftinu. Hvernig getur það gerst?

Ég er því bara slök og veit að myndavélin mun detta svona í lófana á mér eftir einhverja daga eða vikur.

En ég fann fína hringinn minn og er með hann á fingrinum í kveld til að fagna.

0 comments:

Post a Comment

<< Home