Mér finnst haustið skemmtilegt
Mér finnst þessi tími alveg geggjaður. Núna er kveikt á fjórum kertum í kringum mig og á lambanum með minnstu birtunni. Meira að segja tölvan er með haustbirtu. Ég átti dásamlegan dag, eða öllu frekar dásamlega helgi. Byrjaði á myndakvöldi með Hornstrandarförunum á föstudagskvöldið. Brunaði svo upp í sumarbústað til Söndru og Mæju um kvöldið. Kom aftur frekar búin á því á laugardagskvöldið. Fór snemma að sofa og hitti svo stelpurnar sem kenndar eru við Sex and City á Vegamótum í hádeginu. Fórum svo á smá rúnt um miðbæinn, kíktum á safn, kíktum í Skífuna, kíktum í bókabúðina í desert. Alveg hrikalega afslappaður dagur. Núna er ég mætt með tölvuna á hnén og ætla að vinna svolítið í kvöld.
Ræktin klukkan sex í fyrramálið og því nálgast háttatíminn óðfluga.
Ræktin klukkan sex í fyrramálið og því nálgast háttatíminn óðfluga.
0 comments:
Post a Comment
<< Home