Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, September 23, 2007

Árshátíð

Ég fór á árshátíð í gærkvöldi á Hótel Íslandi eða Broadway eins og það heitir í daglegu tali. Ég fór með pabba mínum sem staðgengill mömmu sem er í hinni einu sönnu París þessa helgi. Þetta var fín skemmtun. Ég skal alveg viðurkenna að rusla-bransinn ber með sér mikið af sérstöku fólki. Fyrst skal telja gaurinn sem í byrjun var í afskaplega flottum smóking en var að svipstundu orðin ber að ofan, skólaus og sveittur á dansgólfinu, samt með konu upp á arminn. Stebbi frændi sagði hann reyndar vera eitthvað spes, en hitt er víst að hann skemmti sér manna best.

Það var heilt stórt borð af Pólverjum. Ekki að þeir séu neitt slæmir, samt fyndið að þeir skyldu sitja þarna saman í einum bunka. Það er nú ekki hægt að segja að pólskir karlmenn séu ljótustu karlmenn í heimi, hávaxnir með mjög karlmannlega andlitsdrætti. Verst að konurnar pólsku eru þannig líka, fer kvenmönnum ekki eins vel að vera svoleiðis. Ruslakarl eða ekki ruslakarl, Pólverjar eru nú ekki alveg fyrir mig, ég myndi liggja í kasti yfir að hlusta á þá tala :) Hljómar þetta illa?

Svo var það borðið með öllum þeim sem voru á lausu. Já þær sátu saman á borði og það sem meira er þá settu þær á sig kórónu til að vera viss um að allir vissu að þær væru á lausu. Mjög fyndið. Auðvitað sátu þær svo á næsta borði við alla Pólverjana. Gaman að þessu og greinilega skemmtilegur mórall á þessum vinnustað.

Ég dansaði gat á báða skálmar á sokkabuxunum og það kom meira að segja blaðra á annan fótinn. Ég dró meira að segja pabba með mér á dansgóflið. Góð minning þar í minningabankann.

Það skemmtilegastaa var svo að ég vann í happdrættinu. Gjafabréf frá Sævari Karl sem ég má ná í á mánudaginn. Spennandi að vita hvað það felur í sér. Kannski sokkapar? eða pípuhatt :) Hver veit?

0 comments:

Post a Comment

<< Home