Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, September 09, 2007

Ef þú giftist

Ég skal gefa þér kökusnúð með kardimommum og sykurhúð.....ég var að ferðinni með litlu frændur mínar um helgina og hlustaði eins og vera ber á útvarp Latabæ sem er að finna á 102.2 fyrir ykkur sem ekki vitið. Það er mest spilað af tónlist á þessari stöð og svo kemur inn svona einn og einn fróðleikur. ´

Ég söng náttúrulega hástöfum með litlu frændum mínum enda annálaður söngvari (eða hvað). Fyrsta lagið sem vakti mig til umhugsunar var Ef þú gifist. Þegar laginu var lokið hélt ég að búið væri að leysa þetta einhleypa-bull fyrir mér, það eina sem ég þyrfti að gera væri að kaupa sætabrauð, slökkva á ofnunum í íbúðinni, elska einhvern heitt, syngja ljúflingslög og fela svo unnustann svo poliítið myndi ekki finna hann. Einfalt mál. Ég tók stefnuna á næsta bakarí til að hrinda áætlun númer eitt í framkvæmd.

Þetta gekk vel. Þá byrjaði næsta lag. Hvað ert að gera.....ég er að baka, baka í form! ....og seinna ef ég eignast mann þá elda ég svona fyrir hann. Ég tók U-beygju á subaronum og stefndi beint niður í fjöru, drullukaka og drullugúllas var greinilega málið. Það myndi leysa málin fyrir mig.

Þetta gekk vel. Ég komst næstum niður í fjöru þegar enn eitt lagið fór að hljóma. Út við gluggan stendur stúlkan og hún starar veginn á og hún bíður og hún vonar að hún vininn fái að sjá....

Auðvitað sit ég því við gluggan og bíð og bíð og vona að vinurinn láti sjá sig :) ég kökusnúða með sykurhúð og hor í nös því ég slökkti á öllum ofnunum.

Djók, það er dásamlegt að vera Singull og frábær!!!

Tveir nýjir eða endurnýjaðir bloggarar, Fríða frænka og Eygló frænka....welcome!!

2 comments:

  • At 8:55 PM, Blogger Gugga said…

    Það mætti halda að Útvarp Latibær væri að senda ákveðin og mjög svo úrelt skilaboð til ungra hlustenda sinna.

     
  • At 1:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    TAKK TAKK !
    ÉG REYNI AÐ STANDA MIG BETUR Í ÞETTA SINN :-)
    KV. EYGLÓ DÖGG

     

Post a Comment

<< Home