Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, September 02, 2007

Hugleiðing

Maður hefur horft á ungar konur keppa í að verða bestu fyrirsætur í henni Ameríku. Maður hefur séð misjafnlega tónvíst fólk keppa í því að verða besti söngvarinn í henni Ameríku. Maður hefur séð misjafnlega fimt fólk keppa í því að verða besti dansarinn í henni Ameríku. Maður hefur séð subbufólk keppa í því að eiga sem skítugust heimili svo fínar breskar frýr geti skúrað eftir það. Fólk hefur líka keppt í því að hanna, keppt í viðskiptum, keppt í uppfinningum, keppt í því að búa í frumskógum og éta orma. Einnþátturinn gengur út á það að klippa eða það þykist vælukjóinn sem þar er í aðalhlutverki vera að gera. Allir þessir þættir falla undir það sem heita raunveruleikaþættir og ég skal alveg viðurkenna að ég hef gaman af sumum þeirra.

En.....það kemur alltaf en....ég á ekki orð yfir þáttinn sem áðan var í sjónvarpinu. Hann virtist ganga út á það að foreldrar keppa í því að ofkeyra börnin sín í íþróttum. Hvað er eiginlega að gerast þarna í henni Ameríku þegar átta ára gamalt barn er farið að æfa marga klukkutíma á dag og hrista líkama sinn eins og fullorðin súludansari frá Rússlandi, keppa í klappstýru!!

Mér fannst þetta alveg skelfilegt sjónvarpsefni og finnst að einhver sáli þarna úti mætti sparka í óæðri endann á þessum foreldrum....hvað er fólk að spá?

0 comments:

Post a Comment

<< Home