Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, August 18, 2007

Froðubönd og Stuðmenn!

Ég tölti í Laugardalinn í afmælisveislu hjá bankanum sem samsettur er úr kaupi og þingi. Einhvern veginn finnst mér nú að Kaupþing eigi ekki að vera að orðið svona gamalt, var það virkilega stofnað þegar ég var fimm ára og hvað hét það þá?

Hér er mín skoðun á þessum tónleikum, allt út frá mínum smekk. Tónleikarnir voru bara nokkuð skemmtilegir. Ég hafði sérstaklega gaman af því að hlusta á SSSól, mikið er hann Helgi mikill töffari :) Todmobile sem alltaf var í miklu uppáhaldi hjá mér á djammárunum mínum voru í einu orði frábær, það var eins og Eyþór og Andrea hefðu sent glansmyndirnar sínar því þetta var svo ólíkt þeim, það er greinilega gott að vera giftur og búa Selfossi......? Eða hvað?

Það var gaman að sjá Garðar Thor svona í nærmynd, hefði verið nær að halda bara aðra tónleika þar sem hann kæmi einn fram, allt í boði bankans. Bubbi góður, alltaf óhræddur við að tjá sínar skoðanir, gjaldkeri og ráðherra....tja...kannski ekki alveg besta samlíkingin sem ég hef heyrt...burtséð frá því var Bubbi góður. Svo ég tali nú ekki um MUGISON, ég kiknaði nú bara í hnjáliðunum, hrikalega er maðurinn hæfileikaríkur!! Er þá allt upptalið?

Nei, ó nei! Eftir eru froðuböndin tvö Nylon og Luxor, ég fékk nú bara kjánahroll. Af tvennu illu hefði frekar verið hægt að kvelja mig með tónlistinni sem Nylon reyndi að pína út úr sér. Þær voru eins og framhaldsskólanemar í Söngvakeppninni sem þeir halda einu sinni á ári. Luxor var náttúrulega að koma fram í fyrsta sinn en ég þeir voru eitthvað svo raunamæddir og sungu tónlist sem finnst á væminn.is, vonum bara að þeir verði ekki eins og Nylon er núna eftir fimm ár!!

Og hvað voru Stuðmenn að spá? Á svona fjölskyldutónleikum mæta þeir ekki einu sinni með réttu hljóðfærin sín, heldur einhverja "hljóðgervla" hefði ekki verið nær að spila gömlu góðu tónlistana sína og ná þannig upp stemmingu? Í staðinn fóru bara allir. Hversu margir skyldu hafa skipt um stöð?

En til hamingju með afmælið Kaupþing og takk fyrir góða tónleika. Fæ ég kannski vaxtalækkun ef ég kaupi diskinn með Nylon?

0 comments:

Post a Comment

<< Home