Svona bleikt trend!!!
Við höfum blessunarlega öll mismunandi smekk í klæðaburði. Sumir klæða sig látlaust, sumir eru alltaf í svörtu, sumir klæðast litum, og sumir eru hreinlega eins og litaspjald úr Byko. Svo er það algengasta "kvennatískan" sem ég sé allt of mikið af þegar ég fer til dæmis í Kringluna. Það er þessi blessaða flíspeysutíska. Alveg sorglegt að sjá myndarlegt kvenfólk klætt í einhverjar hólkvíða, ofnotaða, illa lyktandi, hnúskótta flíspeysu. Mér dettur í hug svona trailor-park í Ameríku þegar ég sé konur í svona klæðnaði. Skyldu þessar konur ekki vita að það er hægt að fá flíspeysur með kvennasniði?
Svo eru það þeir sem eru alltaf með svona trend í sínum klæðaburði. Það er afskaplega myndarlegur og skaplegur maður sem heitir Björn Malmquist og starfar nú sem fréttamaður hjá RÚV. Hann er alveg silfurhærður, eða lítur út fyrir það, kannski er hann bara ljóshærður. En það er ekki trendið, trendið er bleiki liturinn. Hann er alltaf í einhverju bleiku. Í fréttunum í kvöld var hann í svona barbei bleikum bol innan undir öðrum bol og jakka.
Mér finnst hann bara flottur!!!
Skyldi hann vera á lausu???
Svo eru það þeir sem eru alltaf með svona trend í sínum klæðaburði. Það er afskaplega myndarlegur og skaplegur maður sem heitir Björn Malmquist og starfar nú sem fréttamaður hjá RÚV. Hann er alveg silfurhærður, eða lítur út fyrir það, kannski er hann bara ljóshærður. En það er ekki trendið, trendið er bleiki liturinn. Hann er alltaf í einhverju bleiku. Í fréttunum í kvöld var hann í svona barbei bleikum bol innan undir öðrum bol og jakka.
Mér finnst hann bara flottur!!!
Skyldi hann vera á lausu???
4 comments:
At 11:16 PM, Alla said…
Vel mælt!
At 11:45 AM, Anonymous said…
Því miður er hann giftur og ´held ég ný búinn að eignast barn :)kv. Guðbjörg
At 6:11 PM, Gugga said…
Ég tók alveg sérstaklega eftir þessum ofurbleika bol sem hann var í innanundir....ábyggilega það eina sem ég tók eftir frá þessari frétt hans......var þetta ekki einhver verslunarmannahelgarumferðarlokafrétt eða eitthvað svoleiðis?
At 10:50 PM, Tilvera okkar.... said…
Jújú það passar, hann var með einhverjar umferða og ferðalagsfréttir. Bleiki bolurinn gerir gæfumuninn.
Ég man eftir einni frétt hjá honum í sumar, þá var hann bara í bleika bolnum....þá var hann geggjað flottur.
ps. Guðbjörg sagði mér svo áðan að hún hafi ruglast á mönnum, svo kannski er þessi hvorki giftur né pabbi!!!
Post a Comment
<< Home