Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, July 29, 2007

Tíminn líður hratt

Tíminn líður hratt, tíminn líður trúðu mér, tíminn sem líður svo hratt að maður fær sunnudagsmoggann á laugardögum. Helgin þessi fær skemmtilegan stimpil, hún var alveg hrikalega skemmtileg. Djamm bæði föstudags og laugardagskvöld með stelpunum og menningarheimsókn á laugardeginum sjálfum með einni stelpunni. Ó-náttúra heitir sýningin í Listasafni Íslands, hvet ykkur til að tölta þangað ef þið hafið lausar þrjátíu mínútur.

En aftur að fyrirsögninni. Tíminn líður hratt, allt er breytingum háð. Miklar breytingar eru framundan hjá mér og fleirum. Á ég að skella kennaradraumnum mínum á hilluna? Draumnum sem búin er að tróna á toppnum í tuttugu ár? Hvaða skref er rétt? Hversu stórt á skrefið að vera? Hvernig endar þetta allt? Breytingar, breytingar. Verður nýi draumurinn betri en sá eldri? Þetta hlýtur að verða dásamlegt þegar þetta er liðið hjá, en vegurinn að lausninni er bara leiðinlegur, holóttur malarslóði.

Stundum langar mig bara til að vera ung og vitlaus. Vinnandi á kassa í Bónus, með hrúa af misfeðra krökkum sem stofnanir ala upp fyrir mig, detta í það á fimmtudögum, mæta þunn á föstudögum og liggja eins og klessa heima um helgar og horfa á nágranna. Skyldi fólk í þessari aðstöðu líka þurfa að taka ákvarðanir?

Hraðar sér hvern dag, hraðar sér hvert kvöld.....!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home