Ég geri það næst þegar rignir
Þetta er alveg ferlegt þetta veður. Ég neyddist til að þrífa hjá mér í gær því ég gat ekki lengur notað frasann....ég geri þetta næst þegar rignir. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki mundað tuskuna síðustu vikur sem hafa verið yndislega sólríkar. Ég veit ekki lengur hvað ég á að mér að gera, búin að nota sólardag í að ganga á fjöll, fara út að skokka, fara í langa gönguferð, hjóla, fara á línuskauta, leggjast í Nauthólsvík, sitja á kaffihúsum, sund....hvað getur maður meira gert í sólskininu? Þrífa!
Karl faðir minn og mútta komu til mín í gær og höfðu meðferðis langþráða borvél. Núna er sem sagt búið að ganga frá restinni af búslóðinni. Hillan er komin á vegginn fyrir ofan sjónvarpið, myndirnar á veggina, listarnir nelgdir við veggina, ljósið flotta komið á vegginn (vantar bara rafvirkja til að klára dæmið) ísskápshurðinni var snúið við og volla allt er tilbúið.
Ég fór svo með mömmu og pabba á rúntinn, byrjuðum á að fara í markaðinn í Laugardalshöllinni og ég keypti fjórar dvd og einn cd fyrir 3800 krónur, besti markaður sem ég hef farið á. Við fórum svo niður í miðbæ og fengum okkur ís og kók, gengum um miðbæinn eins og allt hitt fólkið. Borðuðum svo á stælnum og þar með var dagurinn búinn. Skemmtilegt. Það er svo fínt hjá mér.
Góðar stundir.
Karl faðir minn og mútta komu til mín í gær og höfðu meðferðis langþráða borvél. Núna er sem sagt búið að ganga frá restinni af búslóðinni. Hillan er komin á vegginn fyrir ofan sjónvarpið, myndirnar á veggina, listarnir nelgdir við veggina, ljósið flotta komið á vegginn (vantar bara rafvirkja til að klára dæmið) ísskápshurðinni var snúið við og volla allt er tilbúið.
Ég fór svo með mömmu og pabba á rúntinn, byrjuðum á að fara í markaðinn í Laugardalshöllinni og ég keypti fjórar dvd og einn cd fyrir 3800 krónur, besti markaður sem ég hef farið á. Við fórum svo niður í miðbæ og fengum okkur ís og kók, gengum um miðbæinn eins og allt hitt fólkið. Borðuðum svo á stælnum og þar með var dagurinn búinn. Skemmtilegt. Það er svo fínt hjá mér.
Góðar stundir.
1 comments:
At 4:51 PM, Jökulnornin said…
Ég kem og horfi á hilluna og myndirnar næst þegar rignir :o)
Post a Comment
<< Home