Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, August 08, 2007

Gay pride

Áður en lengra er haldið er best að ég láti koma fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum, þeir eru hvorki betri né verri en ég eða hver annar, vil ekki vera að hefja hér einhverja úrelta fordómafulla færslu. Ég var að vesenast hérna heima áðan og heyrði svona útundan mér í útvarpinu, veit ekki við hvern var talað né hvort hann var samkynhneigður eða gagnkynhneigður. En það var verið að ræða Gay Pride hátíðina sem verður um næstu helgi og því er vel. Ég hlakka til að fara niður í bæ og fylgjast með herlegheitunum ásamt hinum 49.999.

En ástæða þessara skrifa er svolítið sem ég hjó eftir í því sem heyrðist í útvarpinu. Sá sem talað var við sagði að þetta væru einu dagarnir sem samkynhneigðir ættu, þeir ættu ekki bóndadag, konudag né valentínusardag, sem sagt þessa gömlu íslensku hátíðisdaga. Þeir hafi bara þessa einu gay-pride helgi.

Ég er mjög hissa á þessari fullyrðingu. Af hverju geta þeir sem eru samkynhneigðir ekki haldið upp á bóndadag eða konudag, þessa daga sem við notum til að minna maka okkar á þá ást sem við berum til hans. Geta samkynhneigðir karlmenn ekki haldið upp á ást sína á bóndadegi? Svo ég tali nú ekki um þennan amerísk-ættaða valentínusardag sem ég vona að nái aldrei fótfestu á Íslandi, er þetta ekki sagður vera dagur elskendanna, hvar kemur það fram að þeir elskendur skuli vera gagnkynhneigðir? Mér finnst að við eigum að halda þessari gömlu hefð okkar, sama hvaða kyn við aðhyllumst skulum við halda upp á konudag og bóndadag.

Hvaða dag á þessi einhleypi aumingi sem ég er að halda upp á?

1 comments:

  • At 11:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nú auðvitað höldum við upp á alla daga, fögnum því að vera ekki hlekkjaðar í ömurlegu sambandi eins og margar kynsystur okkar...

    ....enda er autt rúm betra en illa skipað ;)

     

Post a Comment

<< Home