Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, August 12, 2007

Litla Ameríka

Ég heilsaði sólinni í heilsurúnti dagsins. Eftir frekar erfiða línuskautaferð í rokinu á Ægissíðu ákvað ég að smella mér í nýju Krónu búðina sem verið var að opna niður við sjó. Ég fann mér körfu og brunaði um gangana á þessari nýju búð. Mér finnst svo gaman í svona risa matvörubúðum. Ég keyrði alla gangana, bara til að kíkja hvort ég myndi finna eitthvað nýtt og spennandi og það gerðist heldur betur í þessari búð.

Þarna í miðjum ganginum var hægt að kaupa ekkert annað en uppáhalds, bestu tegundina af Maccaroni and Chesse sem Ameríka hefur upp á að bjóða. Ég trúði ekki eigin augun, ég hoppaði af gleði þarna í miðjum ganginum og keypti þrjá pakka af þessu ameríska uppáhaldi mínu. Ég stoppaði og hugsaði til horfinna tíma í Tampa-borg. Vá hvað þetta var óvænt ánægja.

Þarna á ganginum hugsaði ég að það eina sem ég saknaði nú var Ranch salatdressingin frá Wishbone og það var við manninn mælt. Ég tók fimm skref í viðbót og þarna blasti hún við mér í nákvæmlega eins plastbrúsa og fyrir tíu árum síðan.

Þetta var góð verslunarferð. Í kvöld fékk ég mér maccaroni and chesse og salat með ranch dressingu.....and I loved it!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home