Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, August 28, 2007

Ég elska haustið

Núna akkúrat er minn uppáhalds árstími. Þegar ég vakna í björtu og sofna í myrkri. Ég er búin að koma fyrir kertum á öllum uppáhaldsstöðunum mínum og kveiki á þeim á hverju kvöldi. Ligg svo undir teppi, með tölvuna á hnjánum, hlusta á góða tónlist frá tónlistarmönnum eins Josh Groban og svo klassískum snillingum eins og Mozart sjálfum.

Ég fór í gönguferð í rigningunni áðan og svei mér þá ef droparnir losuðu mig við þreytuna sem byggðist upp í dag. Dagurinn var góður, það suðaði alla vega ekki í eyrunum á mér eins og eftir fyrsta mánudaginn á þessu skólaári.....nei nei það er aldrei neitt álag á kennurum :)

Hvað get ég meira sagt....það er yndislegt að búa á Íslandi á þessum árstíma ;)

0 comments:

Post a Comment

<< Home