Daði þrítugi og Gunna þrjátíu og tveggja
Ég fór í enn eitt þrítugsafmælið á laugardaginn, gaman að segja frá því að þetta var fyrsta afmælið á þessu ári þar sem afmælisbarnið var karlkyns. Þetta var eins og öll hin þrítugsafmælin þetta árið alveg feikilega skemmtilegt. Hvítvínið rann ljúflega niður eftir heilan dag í bókhaldi. Fólkið í afmælinu samanstóð af Boot Camp liðinu hans Daða, kvikmyndaliðinu hans Daða og svo mér og Söndru....!
Við enduðum svo auðvitað niður í bæ og þvældumst á milli staða. Síðast fórum við inn á Rex og hristum skankana á litla dansgólfinu þar meðal Pólverja sem hefðu gert Gosa sjálfan í gabbstuði öfundsjúkan. Ég sver það þetta var svo stórt nef að það hefði verið hægt að standa þar undir í rigningu án þess að blotna.
Þetta var hellings skemmtilegt kvöld. Ég kom heim rétt um klukkan sjö í morgun og því bara nývöknuð.
Í dag er svo 2.september og vil ég óska Gunnslu systir til hamingju með árin þrjátíu og tvö....dirty two!!!
Við enduðum svo auðvitað niður í bæ og þvældumst á milli staða. Síðast fórum við inn á Rex og hristum skankana á litla dansgólfinu þar meðal Pólverja sem hefðu gert Gosa sjálfan í gabbstuði öfundsjúkan. Ég sver það þetta var svo stórt nef að það hefði verið hægt að standa þar undir í rigningu án þess að blotna.
Þetta var hellings skemmtilegt kvöld. Ég kom heim rétt um klukkan sjö í morgun og því bara nývöknuð.
Í dag er svo 2.september og vil ég óska Gunnslu systir til hamingju með árin þrjátíu og tvö....dirty two!!!
1 comments:
At 12:12 PM, Gugga said…
Til hamingju með afmælið í gær Gunna systir :)
Post a Comment
<< Home