Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, September 22, 2007

Smá neyðarlegt atvik á föstudagskvöldi.

Það eru nokkrar íbúðir búnar að vera til sölu í blokkinni minni. Tvær þeirra eru seldar en sú þriðja sem er dýrust og flottust er ekki að ganga út. Í gær þegar ég kom heim mætti ég konunni sem á hana núna með áhugasama kaupendur upp á arminn. Þegar ég kem inn í stigaganginn eru þau akkúrat á leiðinni niður til að skoða geymsluna. Ég tölti á eftir þeim niður stigann og heyri að konan segir, hér fyrir framan er svo sameiginlegt þvottaherbergi, þetta segir hún og lítur svo á mig og segir: en það notar það nú engin nema hún Kristjana. Að svo mæltu kveikir hún ljósið í þvottaherberginu. Þá verður svona líka hrikalega löng þögn og svo fara þau öll að hlægja og konan segir hlægjandi hérna fyrir innan er svo geymslan og þau ganga þangað.

Það var akkúrat á því augnabliki sem ég mundi eftir því að ég gleymdi að taka þvottinn af snúrunni um morguninn. Á snúrunni héngu því sex brjóstahaldarar og svona 10 nærbuxur af undirritaðri. "roðn" ég fór bara inn í íbúð og lokaði á eftir mér. Vona að þetta fólk muni ekki kaupa íbúðina uppi.............

4 comments:

  • At 1:24 PM, Anonymous Anonymous said…

    dásamlegt:)

     
  • At 12:04 PM, Anonymous Anonymous said…

    Mér finnst þetta ekki neyðarlegt heldur miklu frekar hrós til því fyrir að ganga ekki endalaust í sömu nærfötunum sem hefði þá í för með sér já ég segi ekki meir.
    Kveðja Fríða

     
  • At 2:08 PM, Blogger eddakamilla said…

    Alltaf gott að vera vel byrg af nærfötum svo og að vita af þrifalegum nágrönnum ;o)Heeheheh

    Kveðja
    Edda Kamilla

     
  • At 1:17 PM, Blogger Gugga said…

    Hahaha...þetta er bara svipað og hjá nágranna Daða og Sillu :)

     

Post a Comment

<< Home