Hvað er skvísan er gera núna!
Ég braut tönn á mánudaginn og fór til tannlæknis í dag til að bæta skaðann. Ég er svo einstaklega óheppinn að hafa nákvæmlega ekkert pláss í munninum og bilið á milli tannanna er það lítið að stundum þarf að nota krafta til að koma tannþræðinum á milli þeirra til að þrífa þær. Þær eru svona svipað þétt saman og fólkið í ópal auglýsingunni. Það var mjög fyndið að horfa á tannlækninn fórna höndum í dag og segja "ertu ekki að djóka" þegar hún var búin að rembast í nokkrar mínútur við að koma svona litlu ál stykki á milli tannanna í við hliðina. Sagði líka að ef ég hefði ekki komið og látið laga þetta gat þá hefði það horfið á nokkrum vikum, hinar tennurnar hefðu verið aukaplássinu fegnar og breytt úr sér. Systir mín 32 ára hefur aldrei þurft að láta bora í eina einustu tönn og ég sit uppi með eitthvað ónýtt drasl sem hefur ekki pláss til að vera hreint.....!
...og að öðru, þetta gengur ekki lengur. Ég er að verða eins og sautjánda júní blaðra og því er ekkert annað að gera en að spýta í lófana og henda sér í ræktina. Ég mun því byrja hjá einkaþjálfara á mánudaginn....nú verður tekið á því!!!
KOMA SVO
PS. var að færa Eddu úr skammarkróknum í hinn flokkinn og bætti svo litla unganum hennar Guggu í barnalandsflokkinn.....nóg að gera!
...og að öðru, þetta gengur ekki lengur. Ég er að verða eins og sautjánda júní blaðra og því er ekkert annað að gera en að spýta í lófana og henda sér í ræktina. Ég mun því byrja hjá einkaþjálfara á mánudaginn....nú verður tekið á því!!!
KOMA SVO
PS. var að færa Eddu úr skammarkróknum í hinn flokkinn og bætti svo litla unganum hennar Guggu í barnalandsflokkinn.....nóg að gera!
1 comments:
At 9:59 AM, Anonymous said…
Sæl frænka,
Já, þeim er missskipt gæðunum í þessu lífi........þú verður bara að bera þann pakka á bakinu alla ævi að vera með svona þröngt á milli tannanna...ehehehe Varstu nokkuð að borða nóa kúlur er þu braust tönnina..hmm liggur undir grun
kv Anna frænka
Ps. Ég sé að ´Gugga hefur valið ákaflega fallegan dag til að eignast prinsessuna sína, og skv. því kemur dúllan til með að vera framúrskarandi ljúfmenni um ókomna tíð.....til lukku.
Post a Comment
<< Home