Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, September 18, 2007

Að vera með hring

Á stuttum tíma hef ég heyrt tvær sögur af giftum hjónum sem kusu að ganga á bak orða sinna við hvort annað, svo maður tali ekki um manninn þarna uppi. Til hvers að heita því að vera maka sínum trúr ef fólk stekkur í burtu um leið og það stekkur í burtu þegar eitthvað annað býðst eða ekki. Skiptir það fólki virkilega engu máli þó það sé með hring á fingri?

Ég heyrði af hjónum sem búin voru að vera gift í mörg ár, áttu orðið þrjú börn, hús, bíl og allan pakkann. Hvað kemur svo upp. Jú, jú karlinn á bara aðra konu, annað hús, önnur börn, í öðru landi. Hvernig getur nokkur maður verið svona falskur?

Ég heyrði af öðrum hjónum sem búin voru að vera gift lengi. Þau voru líka með allan pakkann, börnin, bílinn, húsið, ást og hamingju. Eitt sinn þegar maðurinn kemur heim er konan horfin úr húsinu með allt sitt hafurtask, þar með talin börnin. Daginn eftir nær maðurinn loksins í hana, hún segist vilja skilnað því hún sé komin með annan mann og flutt til hans. Maðurinn spyr, nú er þetta nýtilkomið...konan segir, nei ég er búinn að halda við hann í níu ár? OJ - já konur eru ekkert betri.

Ég verð alltaf jafn hissa þegar fólk getur stokkið svona frá öllum sínum loforðum. Ef það er óhamingjusamt í sínu sambandi, af hverju skilur það þá ekki áður en það leyfir sér að leggjast svona lágt.

Ég skil líka ekki hvernig fólk getur flutt út frá einum maka sem þeir eru kannski búin að vera með árum saman og haldið að það geti bara hviss, bamm, búmm hent þeim tilfinningum sem því sambandi fylgdi og byrjað bara upp á nýtt með einhverjum öðrum, fyrr eða síðar nær svona afgreiðsla í rassinn á fólkinu. Ég er á því að það sé bara eitthvað mikið að í hausnum á þessu fólki. Hvernig getur fólk leikið sér svona af öðrum, öðrum sem þeir hafa verið heitbundnir.

Já, já ég held að ég sé bara sátt við það að hafa ekki sett upp hring án þess að meina það. Þegar það gerist mun ég standa hundrað prósent við það sem hann táknar, annars myndi ég ekki geta gengið með hann og hana nú!!!

Skamm, skamm!!!

2 comments:

  • At 5:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ég get nú sagt þér að fólk er oftast búið að reyna ýmislegt áður en það tekur niður hring og labbar út. Það þarf ekki alltaf að vera einhver annar í spilinu.

     
  • At 2:23 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Auðvitað er það stundum en í þessum tveimur tilvikum sem ég er að skrifa um í þessari færslu var það ekki.

     

Post a Comment

<< Home