Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, September 30, 2007

Að segja réttu hlutina

Ég á eina vinkonu. Auðvitað á ég ekki bara eina vinkonu. En ég á eina vinkonu sem á svo auðvelt með að leysa úr svona hugarhnútum sem maður er búin að búa til í sínum huga og bara finna lausnir og segja svo bara réttu hlutina. Ég bauð einni vinkonu minni í mat í vikunni og fór að þylja upp fyrir hana allt það sem ég er búin að vera að rembast með að taka ákvörðun um síðustu vikur og mánuði.

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig hún fór af því að leysa þetta, en allt í einu var bara búið að höggva á hnútinn. Núna er þetta ekkert vandamál lengur. Það er frábært að þurfa ekki að vera vandræðast með þetta lengur. Nú er ég búin að breyta stefnunni og stefni í rétta átt.

Ég er þess fullviss að þessi vinkona mín ætti að einbeita sér að því að ráðleggja fólki, alla vega svona vandræðagripum eins og mér. Ég vil enda þetta á hennar orðum, sem hún reyndar hafði eftir öðrum í þetta sinnið. Það eru aðeins 10% íbúa á jörðinni sem lifa við þann munað að hafa fjóra veggi á húsinu sínu og svo eru það aðeins 5% íbúa á jörðinni sem búa við þann munað að hafa fjóra veggi á húsinu sínu og rennandi vatn í því. Ég er sem sagt í þeim forríka forrétindahóp sem bý við þetta bæði.

Nú er tíminn til að hætta að væla og stefna hraðbyri í átt að framtíðinni.

Góðar stundir.

0 comments:

Post a Comment

<< Home