Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, November 07, 2007

Með fulla vasa af grjóti.

Fyrir nokkrum árum fór ég í leikhús og sá eftirminnilegt leikrit sem heitir Með fulla vasa af grjóti, þá sá ég í fyrsta sinn leikara sem búin er að vera í hálfgerðu uppáhaldi síðan en þá í hlutverki Glanna glæps. En ég ætlaði alls ekki að skrifa um þetta, það er að vera með fulla vasa af grjóti. Ég ætlaði að segja ykkur frá því að nú er ég með full eyru af vatni þ.e. sundlaugarvatni.

Hér áður fyrr þegar ég hljóp yfir mig á hverjum einasta degi plagaði mig alveg endalaus beinhimmnubólga. Nú er ég að upplifa gamla tíma því ég er að drepast í beinhimmnubólgu. Ástæðan að þessu sinni eru náttúrulega þessir ónýtu skór sem ég er að hlaupa í. Ætla ekki að spreða í nýja fyrr en í Boston. Ég ákvað því að slá til og skella mér í sund svona til að brenna aðeins seinnipartinn. Ekkert nema gott um það að segja. Grafarvogslaugin er flott laug og þarna um sexleytið var ekki margt um manninn.

Ég synti sex hundruð metra sem eru 24 ferðir, bringusund og skriðsund í bland. Ég fann hvernig vöðvabólgan æpti á mig, ertu ekki að grínast. Eg veit svo sem ekki hvort þetta sé einhver massabrennsla en....ég er með eyrun full af vatni og alveg hrikalegan hausverk.

Nú væri gott að fá eitt stykki axlarnudd :)

Góðar stundir.

1 comments:

  • At 1:27 PM, Blogger Gugga said…

    Er ekki til einhver rannsókn sem segir að sund brenni meiru en hlaup?

     

Post a Comment

<< Home