Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, November 06, 2007

Þegar álagið minnkar!

Fyrir nokkrum árum ákváðu einhverjir snillingar að skólaárið á Íslandi væri ekki nógu langt. Þeir ákváðu því að lengja það um tíu daga. Ekki nóg með það að þeir skyldu lengja skólaárið heldur ákváðu þeir líka að nokkuð sem heitir vetrarfrí skyldi vera valkostur fyrir skóla. Skólar hafa því þennan valkost að gefa bæði nemendum og kennurum frí svona rétt til að hlaða batteríin, eitt frí á haustönn og annað á vorönn. Af þessum ástæðum er ég búin að vera í fríi síðustu þrjá vinnudaga þ.e. fim, fös og mánudag.

Eftir þetta yndislega og kærkomna frí var því bara ljómandi að vita til þess að í dag þriðjudag átti ég að mæta endurnærð, nýklippt og lituð í vinnuna. Ég fór því að sofa snemma í gærkvöldi. Náttúrulega með allt planað eins og vera ber. Skólataskan, ræktartaskan, nestistaskan, sundtaskan og salatið sem ég á að koma með í vinnuna þriðjudögum.

En þó allt væri ready helltust samt í mig einhverjar bakteríur, ég vaknaði í nótt og hóstaði og hóstaði. Í morgun klukkan sex var svo ekkert um að villast að einhver drusluveikindi voru búin að hertaka mig. Ég fór því ekkert nema í sófann í dag. Engin ræktarferð, engin nestistími, engin sundferð, ekkert nema hor og hósti.

Hvernig skyldi þetta hafa gerst sérstaklega á þessum tíma sem mér hefur sjaldan fundist ég vera eins hraust. Ég fór svo að hugsa til baka og er komiin að þeirri niðurstöðu að það sé út af þessu fríi. Ég get varla hugsað til baka til einhvers frí í vinnunni án þess að einhver veikindi hafi fylgt í kjölfarið. Vetrarfrí, jólafrí, vetrarfrí, páskafrí, sumarfrí. Alltaf eftir nokkra daga í slökun þarf ég að sinna einum eða tveimur dögum í það að vera lasin.

Ég hef því ákveðið að taka mér ekki fleiri frídaga. Þeir eru bara til vandræða.

1 comments:

  • At 6:09 PM, Anonymous Anonymous said…

    Vonandi batnar þér sem fyrst snúllan mín! Kveðja, Margrét Harpa

     

Post a Comment

<< Home