Pollý-Jana
Gleði, gleði, gleði!!!!
Ég renndi yfir blogglistann minn sem því miður styttist með hverjum deginum. Ein af færslunum sem vakti sérstaka athygli mína og var það jákvæðis hjalið hennar Soffíu. Alveg snilldarfærsla eins og þær eru reyndar alltaf hjá henni. Þá fór ég að hugsa og ákvað að fara í smá Pollí-Jönu leik með þeim atburðum sem ég hef lent í síðustu daga.
Jólapúkinn: ömurlegt að fara í ræktina í nýju skónum sínum og einhver gerist svo djarfur að stela þeim.
Pollý-Jana: Vertu ánægð að skónum sem kostuðu 40 dollara var stolið en ekki nýju Asics skónum sem kostuðu 95 dollara.
Jólapúkinn: Ömurlegt vatnsveður sem skemmdi parketið á gólfinu, og jú jú að ég skuli ekki vera tryggð akkúrat fyrir þessu óhappi.
Pollý-Jana: skítt með parketið, það getur varla orðið ljótara hvort sem er, vertu ánægð að nýji skenkurinn sem stóð í miðjum pollinum skyldi sleppa við það að skemmast.
Jólapúkinn: Hvað er með bensínlokið á bílnum? Hvers vegna í ósköpunum get ég ekki opnað það lengur inni í bílnum eins og ég hef alltaf getað gert. Er bíllinn minn að verða einhver drusla?
Pollý-Jana: Vertu nú bara ánægð með að vera yfirhöfuð á bíl, það er fullt af fólki sem ekki hefur efni á því að eiga bíl, hefðir þú til dæmis viljað vera upp á Strætó komin síðustu daga, fljúgandi um á sprungu strætóskýli.
Jólapúkinn: Ég trúi því ekki að enn ein jólin séu að ganga í garð og að ég skuli enn vera einhleyp. Mikið svaðalega hlýtur þú að vera ómöguleg!!!
Pollý-Jana: Pfff…hvaða rugl er þetta í þér þú veist það vel að alltaf er autt ból betra en illa skipað ból. Þú ert fullkomin eins og þú ert.
Og til að gera þetta ennþá væmnara þá hljómar stjörnuspá dagsins svona: Það sem eitt sinn virtist vandamál (eða kannski ömurleg lífsreynsla) verður þolanlegt, jafnvel fyndið. Þú hefur greinilega komist yfir hindrunina. Skál fyrir þér!
Ég renndi yfir blogglistann minn sem því miður styttist með hverjum deginum. Ein af færslunum sem vakti sérstaka athygli mína og var það jákvæðis hjalið hennar Soffíu. Alveg snilldarfærsla eins og þær eru reyndar alltaf hjá henni. Þá fór ég að hugsa og ákvað að fara í smá Pollí-Jönu leik með þeim atburðum sem ég hef lent í síðustu daga.
Jólapúkinn: ömurlegt að fara í ræktina í nýju skónum sínum og einhver gerist svo djarfur að stela þeim.
Pollý-Jana: Vertu ánægð að skónum sem kostuðu 40 dollara var stolið en ekki nýju Asics skónum sem kostuðu 95 dollara.
Jólapúkinn: Ömurlegt vatnsveður sem skemmdi parketið á gólfinu, og jú jú að ég skuli ekki vera tryggð akkúrat fyrir þessu óhappi.
Pollý-Jana: skítt með parketið, það getur varla orðið ljótara hvort sem er, vertu ánægð að nýji skenkurinn sem stóð í miðjum pollinum skyldi sleppa við það að skemmast.
Jólapúkinn: Hvað er með bensínlokið á bílnum? Hvers vegna í ósköpunum get ég ekki opnað það lengur inni í bílnum eins og ég hef alltaf getað gert. Er bíllinn minn að verða einhver drusla?
Pollý-Jana: Vertu nú bara ánægð með að vera yfirhöfuð á bíl, það er fullt af fólki sem ekki hefur efni á því að eiga bíl, hefðir þú til dæmis viljað vera upp á Strætó komin síðustu daga, fljúgandi um á sprungu strætóskýli.
Jólapúkinn: Ég trúi því ekki að enn ein jólin séu að ganga í garð og að ég skuli enn vera einhleyp. Mikið svaðalega hlýtur þú að vera ómöguleg!!!
Pollý-Jana: Pfff…hvaða rugl er þetta í þér þú veist það vel að alltaf er autt ból betra en illa skipað ból. Þú ert fullkomin eins og þú ert.
Og til að gera þetta ennþá væmnara þá hljómar stjörnuspá dagsins svona: Það sem eitt sinn virtist vandamál (eða kannski ömurleg lífsreynsla) verður þolanlegt, jafnvel fyndið. Þú hefur greinilega komist yfir hindrunina. Skál fyrir þér!
1 comments:
At 7:05 PM, Anonymous said…
Alltaf gott að geta litið á björtu hliðarnar. Gleðileg jól mín kæra.
Kveðja,
Margrét Harpa
Post a Comment
<< Home