Annáll 1. hluti.
Fyrsti hluti af annál ársins, svona eitthvað af því merkilega sem vert er að segja frá árinu 2007.
Fjölskyldumeðlimur ársins: ég verð eiginlega að segja frænkur mínar. Við sautján sem allar erum afkomendur ömmu dúllu og Bjarna afa ákváðum að hittast saman í fyrsta sinn í lok árs. Það var virkilega gaman að hitta allar þessar frábæru stelpur sem maður hefur ekki fengið nógu gott tækifæri til að kynnast fyrr en nú. Ég hlakka bara til og kýs því þessar sautján sem fjölskyldumeðlimi ársins, ég vona að þetta sé bara byrjunin á einhverju betra og stærra.
Barn ársins: Það fæddust fullt af börnum tengdum mér á þessu ári. Það mikilvægasta og fallegasta er án vafa litli ljósgeislinn hún Unnur Birna bróðurdóttur mín. Draumabarn í alla staði með fallegt bros og björt blá augu. Ég fékk að vera skírnarvottur hjá henni sem mér þótti mikill heiður og mun byrja að miðla visku minni til hennar um leið og hún fer að hafa vit til. Þangað til knúsast ég bara í henni. Svo átti Gugga besta vinkonu mín líka lítinn unga, sem gefið var nafnið Dagný Guðmunda, það barn fær að eiga vinstri gáttina í hjarta mínu. Önnur börn sem fæddust árið 2007 heita Mattías, Helga, Særún, Stormur, Tryggvi, Róbert og svo fæddist ein frænka í Garðinum í árslok.
Fullt af börnum eru svo á leiðinni svo næsta ár verður líka feikilega gjöfult. Til dæmis er Gunna systir ófrísk, Ingveldur vinkona mína, Hanna Fríða frænka mín, Inga Dóra frænka mín, Unndís Ósk frænka mín og á vissan hátt Sigrún frænka mín. Allt saman mjög spennandi og vil ég benda þessu fólki að nöfnin Jana og Janus er feikifalleg
Vinur ársins: það er erfitt að ákveða að einn vinur sé betri en annar. Allir vinir mínir eru mér mikilvægir og hafa reynst mér vel á mismunandi tímum á þessu ári. Ég verð þó að nefna Sex and the city gengið, Carrie, Samantha, Charlotte og sjálfa mig Miröndu. Þið eruð mér sem fyrr afskaplega mikilvægar kæru vinkonur og hef ég notið allra samvista minna við ykkur á árinu sem er liðið.
Áhyggjur ársins: falla til handa bróðir mínum sem tók upp á því að missa sjónina seinnipart sumars. Í hönd fór langur biðtími í alls kyns rannsóknum sem leiddu að lokum til niðurstöðu. Þótt það hafi verið léttir að fá skýringu á þessu þá fylgdi því líka ákveðin sorg. Ekkert við því að gera…that´s life!
Brúðkaup ársins: Þetta ár var nokkuð ríkt af brúðkaupum. Það eftirminnilegasta var náttúrulega haldið þann sjöunda dag, sjöunda mánaðar á árinu. Þá giftu sig í Torfastaðakirkju Margrét Unnur æskuvinkona mín og Fannar KR-ingur með meiru. Veislan var svo haldin með pompi og prakt í Aratungu. Skemmtilegt brúðkaup sem gleymist seint. Til hamingju með það Mr. og Mrs. Ólafsson
Útför ársins: Blessunarlega þurfti ég bara að fara í eina jarðarför í ár sem er jafnframt einni meira en í fyrra. Siggi frændi bróðir hans afa Egils dó á árinu. Útförin var falleg, með fallegum söng og skemmtilegum og eftirminnilegum orðum prestsins. Blessuð sé minning Sigga frænda, ég gleymi þér aldrei.
Kvöld ársins: Úr mörgu er að velja og helmingnum er ég sennilega búin að gleyma. Skemmtilegasta djammkvöldið var ábyggilega fyrra djammið út í Glasgow, vá hvað við skemmtum okkur vel. Afmælið hennar Kristínar Birnu og djammið í kjölfarið á því er líka minnisstætt, alger snilld. Mér koma líka í huga ótal ferðir í pottinn á Selfossi með bjór í hönd og spjalli um hitt og þetta. Vinnudjammið í lok árs var líka skemmtilegt. Æ það eru öll kvöld frábær í góðra vina hópi.
Utanlandsferð ársins: hvort sem þið trúið því eða ekki þá fór ég í tvær utanlandsferðir á þessu ári. Fór fyrst til Glasgow í mars og svo til Boston í byrjun desember. Ferðirnar tvær voru mjög ólíkar fyrir tveggja hluta sakir, önnur ferðin var yfirlýst skemmti/djamm/verslunarferð, meðan hin snérist um verslun/kaffi og veitingahús. Báðar ferðirnar voru mjög skemmtilegar og skilja báðar eftir góðar minningar í minningabankanum. Ég vil sérstaklega minnast á vinkonu mína Ingveldi sem var með mér í báðum þessum ferðum. Ef Ingveldur væri karl myndum við eiga alveg hrikalega vel saman.
Ferðalag ársins: Hornstrandir. Eitt orð stutt og laggott. Algjör paradís sem skartaði sínu fegursta í glaðasólskini í tíu daga. Ég fæ gæsahúð við það eitt að sitja hér og hugsa um þennan tíma á Horni. Ég hlakka mikið til að fara aftur næsta sumar.
Skyndibiti ársins: tvímælalaust djúpsteikta samlokan með flórsykrinum sem Ingveldur pantaði á kokteilastaðnum í Boston…..hahaha! Þið getið ekki einu sinni ímyndað ykkar bragðið af henni. Hver borðar svona mat?
Kjánalegasti atburður ársins: án vafa kertafleytingin út af þessu hundsspotti þarna fyrir norðan. Vá hugsið ykkur aumingjans fólkið sem þurfti að sjá sjálft sig í fréttaannálnum núna um áramótin skælandi yfir einhverjum ófríðum hundi sem var ekki einu sinni dauður. Ég myndi andast úr skömm. I love you – ið hennar Yoko fer líka ofarlega á listann, það var meira svona kjánahrollur og skipta um stöð heldur en skömm.
Íþróttamaður ársins: ég ætla ekki að þykjast hafa áhuga á fótbolta eða einhverjum öðrum sjónvarpsíþróttum til að geta dæmt um íþróttamann ársins. Miklu betra að hugsa bara um þann íþróttamann sem ég þekki persónulega og hefur sinnt sinni íþrótt vel. Þar er efst á lista Helena nokkur Jónsdóttir sem keppti í þrekmeistaranum og náði frábærum árangri. Hún fór svo til Dubai að keppa í the best of the best og náði enn betri árangri. Árangri sem íslenskum fjölmiðlum þótti ekki ástæða til að minnast á, næstum til skammar. En við klöppum öll fyrir Helenu, hún lengi æfi.
Fjölskyldumeðlimur ársins: ég verð eiginlega að segja frænkur mínar. Við sautján sem allar erum afkomendur ömmu dúllu og Bjarna afa ákváðum að hittast saman í fyrsta sinn í lok árs. Það var virkilega gaman að hitta allar þessar frábæru stelpur sem maður hefur ekki fengið nógu gott tækifæri til að kynnast fyrr en nú. Ég hlakka bara til og kýs því þessar sautján sem fjölskyldumeðlimi ársins, ég vona að þetta sé bara byrjunin á einhverju betra og stærra.
Barn ársins: Það fæddust fullt af börnum tengdum mér á þessu ári. Það mikilvægasta og fallegasta er án vafa litli ljósgeislinn hún Unnur Birna bróðurdóttur mín. Draumabarn í alla staði með fallegt bros og björt blá augu. Ég fékk að vera skírnarvottur hjá henni sem mér þótti mikill heiður og mun byrja að miðla visku minni til hennar um leið og hún fer að hafa vit til. Þangað til knúsast ég bara í henni. Svo átti Gugga besta vinkonu mín líka lítinn unga, sem gefið var nafnið Dagný Guðmunda, það barn fær að eiga vinstri gáttina í hjarta mínu. Önnur börn sem fæddust árið 2007 heita Mattías, Helga, Særún, Stormur, Tryggvi, Róbert og svo fæddist ein frænka í Garðinum í árslok.
Fullt af börnum eru svo á leiðinni svo næsta ár verður líka feikilega gjöfult. Til dæmis er Gunna systir ófrísk, Ingveldur vinkona mína, Hanna Fríða frænka mín, Inga Dóra frænka mín, Unndís Ósk frænka mín og á vissan hátt Sigrún frænka mín. Allt saman mjög spennandi og vil ég benda þessu fólki að nöfnin Jana og Janus er feikifalleg
Vinur ársins: það er erfitt að ákveða að einn vinur sé betri en annar. Allir vinir mínir eru mér mikilvægir og hafa reynst mér vel á mismunandi tímum á þessu ári. Ég verð þó að nefna Sex and the city gengið, Carrie, Samantha, Charlotte og sjálfa mig Miröndu. Þið eruð mér sem fyrr afskaplega mikilvægar kæru vinkonur og hef ég notið allra samvista minna við ykkur á árinu sem er liðið.
Áhyggjur ársins: falla til handa bróðir mínum sem tók upp á því að missa sjónina seinnipart sumars. Í hönd fór langur biðtími í alls kyns rannsóknum sem leiddu að lokum til niðurstöðu. Þótt það hafi verið léttir að fá skýringu á þessu þá fylgdi því líka ákveðin sorg. Ekkert við því að gera…that´s life!
Brúðkaup ársins: Þetta ár var nokkuð ríkt af brúðkaupum. Það eftirminnilegasta var náttúrulega haldið þann sjöunda dag, sjöunda mánaðar á árinu. Þá giftu sig í Torfastaðakirkju Margrét Unnur æskuvinkona mín og Fannar KR-ingur með meiru. Veislan var svo haldin með pompi og prakt í Aratungu. Skemmtilegt brúðkaup sem gleymist seint. Til hamingju með það Mr. og Mrs. Ólafsson
Útför ársins: Blessunarlega þurfti ég bara að fara í eina jarðarför í ár sem er jafnframt einni meira en í fyrra. Siggi frændi bróðir hans afa Egils dó á árinu. Útförin var falleg, með fallegum söng og skemmtilegum og eftirminnilegum orðum prestsins. Blessuð sé minning Sigga frænda, ég gleymi þér aldrei.
Kvöld ársins: Úr mörgu er að velja og helmingnum er ég sennilega búin að gleyma. Skemmtilegasta djammkvöldið var ábyggilega fyrra djammið út í Glasgow, vá hvað við skemmtum okkur vel. Afmælið hennar Kristínar Birnu og djammið í kjölfarið á því er líka minnisstætt, alger snilld. Mér koma líka í huga ótal ferðir í pottinn á Selfossi með bjór í hönd og spjalli um hitt og þetta. Vinnudjammið í lok árs var líka skemmtilegt. Æ það eru öll kvöld frábær í góðra vina hópi.
Utanlandsferð ársins: hvort sem þið trúið því eða ekki þá fór ég í tvær utanlandsferðir á þessu ári. Fór fyrst til Glasgow í mars og svo til Boston í byrjun desember. Ferðirnar tvær voru mjög ólíkar fyrir tveggja hluta sakir, önnur ferðin var yfirlýst skemmti/djamm/verslunarferð, meðan hin snérist um verslun/kaffi og veitingahús. Báðar ferðirnar voru mjög skemmtilegar og skilja báðar eftir góðar minningar í minningabankanum. Ég vil sérstaklega minnast á vinkonu mína Ingveldi sem var með mér í báðum þessum ferðum. Ef Ingveldur væri karl myndum við eiga alveg hrikalega vel saman.
Ferðalag ársins: Hornstrandir. Eitt orð stutt og laggott. Algjör paradís sem skartaði sínu fegursta í glaðasólskini í tíu daga. Ég fæ gæsahúð við það eitt að sitja hér og hugsa um þennan tíma á Horni. Ég hlakka mikið til að fara aftur næsta sumar.
Skyndibiti ársins: tvímælalaust djúpsteikta samlokan með flórsykrinum sem Ingveldur pantaði á kokteilastaðnum í Boston…..hahaha! Þið getið ekki einu sinni ímyndað ykkar bragðið af henni. Hver borðar svona mat?
Kjánalegasti atburður ársins: án vafa kertafleytingin út af þessu hundsspotti þarna fyrir norðan. Vá hugsið ykkur aumingjans fólkið sem þurfti að sjá sjálft sig í fréttaannálnum núna um áramótin skælandi yfir einhverjum ófríðum hundi sem var ekki einu sinni dauður. Ég myndi andast úr skömm. I love you – ið hennar Yoko fer líka ofarlega á listann, það var meira svona kjánahrollur og skipta um stöð heldur en skömm.
Íþróttamaður ársins: ég ætla ekki að þykjast hafa áhuga á fótbolta eða einhverjum öðrum sjónvarpsíþróttum til að geta dæmt um íþróttamann ársins. Miklu betra að hugsa bara um þann íþróttamann sem ég þekki persónulega og hefur sinnt sinni íþrótt vel. Þar er efst á lista Helena nokkur Jónsdóttir sem keppti í þrekmeistaranum og náði frábærum árangri. Hún fór svo til Dubai að keppa í the best of the best og náði enn betri árangri. Árangri sem íslenskum fjölmiðlum þótti ekki ástæða til að minnast á, næstum til skammar. En við klöppum öll fyrir Helenu, hún lengi æfi.
2 comments:
At 3:41 PM, Anonymous said…
Bíddu...ef ég væri karl...hvað með ef þú værir karl? Annars held ég að samskipti okkar væru flóknari ef við værum af sitt hvoru kyninu, þá færi eitthvað annað að spila inn í. Annars eiga fiskar og sporðdrekar mjög vel saman í ástarmálunum að sögn stjörnufræðinga.
At 8:49 AM, Anonymous said…
Halló halló halló kona góð!!
Jólakortið er ekki ennþá komið :-/
Kv. Eygló
Post a Comment
<< Home