Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, January 02, 2008

Tíminn flýgur

Ég fékk eina mjög skemmtilega jólagjöf frá góðum vini. Svona lítið dagatal sem smá vinaskilaboðum fyrir hvern dag ársins. Í dag sagði dagatalið "the better part of one´s life consists of one´s friendships" Held ég skilji þetta vel. Samt ákvað ég að sleppa bíóferðinni sem ég planaði með góðvini mínum í gær sökum peningaleysis. Ég ákvað svo að afþakka heimboðið hjá einni frænku í kvöld sökum leti. Þetta er ekki alveg í takt við það sem dagatalið bauð í dag, eða hvað?

Ég fór í ræktina í dag og átti þar með einum persónulegu samskiptin við aðra manneskju. Þetta er samt svolítið magnað. Maður gengur um með ipod-inn í eyrunum, talar ekki við neinn en er samt staddur í miklu fjölmenni. Er maður þá nokkuð í samskiptum við aðra, heldur bara í sínum eigin heimi með gamaldagsrokkurum og svitaskellum.

Nýjustu fréttir af snúrunni eru þessar, ég er búin að hengja og taka af snúrunni þrisvar sinnum, dótið frá nágrananum hangir enn á snúrunni, orðið verulega illa lyktandi vegna tóbaksstækjunnar frá dómaranum á kantinum, meira að segja minn vel ilmandi þvottur getur ekki bjargað honum.

Svo er nú það. Hinn þriðji dagur janúar mánaðar er framundan sem þýðir að á morgun þarf ég að fara að vinna og vakna klukkan sex í ræktina.

That´s life!!!

1 comments:

  • At 11:40 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gleðilegt ár mín kæra! Alltaf gaman að kíkja hér inn, bíð spennt eftir næsta þætti í "Á snúrunni með Jönu Páls" Kveðja, Margrét Harpa

     

Post a Comment

<< Home