Ekki ganga yfir þig!!!
Ég fór í Laugar áðan, kom náttúruelga á versta tíma þarna um fimm svo engin bílastæði voru í nálægð við innganginn. Samt vonar maður alltaf að það sé laust stæði einhvers staðar nálægt og keyrir þar af leiðandi alltaf í gegnum stæðið sem er næst. Þá sé ég mér til mikillar gleði að ung kona kemur gangandi að bíl sem er sennilega í besta stæðinu við húsið og setur hann í gang. Ég náttúrulega stoppa og set stefnuljós og hugsa mér gott til glóðarinnar að leggja þarna og þurfa bara að labba 30 skref til að vera komin inn. Ég hendi mér inn í stæðið og sé mér til mikillar skelfingar að þetta stæði var ætlað fyrir fatlaða. Ég setti auðvitað í bakkgír og bakkaði út úr því enda engin ástæða fyrir mig að leggja þarna með tvær heilar fætur og haus í lagi. Gellan sem lagt hafði þarna á undan mér var greinilega eitthvað fötluð í hausnum og taldi sig þess vegna hafa leyfi til að leggja þarna.
Ég lagði því óralangt í burtu og labbaði í slabbinu og snjókomunni heim að Laugum. Þegar ég labbaði fram hjá fatlaða stæðinu var einhver annar búin að leggja í það, annar Yaris sem átti alveg örugglega ekki rétt á því að leggja þarna heldur.
Það er náttúrulega alveg hrikalega fyndið að þetta ofurhrausta fólk sem þarna kemur þurfi að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir fatlaða, eða uppi á gangstéttum eða hreinlega á götunni bara til að spara sér nokkur skref svona rétt áður en það fer í ræktina. Minnir mig á heilsuræktina sem ég sá einu sinni í Ameríku en þar voru rúllustigar upp að húsinu....! Hvað er það?
Ég hef því ákveðið að leggja framvegis sem lengst frá innganginum og fá extra hreyfingu út úr því að labba inn :)
Góðar stundir.
Ég lagði því óralangt í burtu og labbaði í slabbinu og snjókomunni heim að Laugum. Þegar ég labbaði fram hjá fatlaða stæðinu var einhver annar búin að leggja í það, annar Yaris sem átti alveg örugglega ekki rétt á því að leggja þarna heldur.
Það er náttúrulega alveg hrikalega fyndið að þetta ofurhrausta fólk sem þarna kemur þurfi að leggja í stæði sem ætluð eru fyrir fatlaða, eða uppi á gangstéttum eða hreinlega á götunni bara til að spara sér nokkur skref svona rétt áður en það fer í ræktina. Minnir mig á heilsuræktina sem ég sá einu sinni í Ameríku en þar voru rúllustigar upp að húsinu....! Hvað er það?
Ég hef því ákveðið að leggja framvegis sem lengst frá innganginum og fá extra hreyfingu út úr því að labba inn :)
Góðar stundir.
1 comments:
At 10:14 AM, Anonymous said…
Heyr, heyr! Ótrúlegt hvað fólk getur verið ótillitssamt. Takk fyrir síðast mín kæra! Kveðja, Margrét Harpa
Post a Comment
<< Home