Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 13, 2008

Hvenær er ég búin?

Í skólanum á föstudaginn sagði ég við nemendur mína. Alltaf þegar þið klárið blaðsíðu megið þið koma hérna upp að töflu og teikna einn broskarl, í lok tímans skulum við svo telja saman broskarlana og sjá hvað þið gátuð reiknað margar blaðsíður. Um leið og ég sleppi síðasta orðinu, stendur einn nemandi minn upp og gengur að töflunni og teiknar á hana broskarl. Ég náttúrulega segi ertu búin með eina blaðsíðu. Hann horfir á mig lítill, bláeygur, með hor í nös og stórt bros og segir já ég var svo heppinn að það var bara eitt dæmi eftir svo ég var fljótur að klára eina blaðsíðu.

Ég skal alveg viðurkenna að þetta var ekki alveg það sem ég hafði í huga en það gerist ekki einlægara en þetta. Auðvitað var barnið að klára blaðsíðu þótt það hefði bara gert eitt dæmi á henni.

Ég átti alveg hrikalega góða helgi. Byrjaði á því að hlaupa tíu kílómetra á laugardagsmorgun og er alveg hrikalega stolt af því. Ég kíkti svo aðeins á útsölur við annan mann, heimsótti fólk, fór aðeins á rúntinn, vann helling í tölvunni, þvoði þvott, ryksugaði og svo framvegis. Allt saman alveg hrikalega uppbyggilegt.

Að lokum: það skiptir ekki máli hversu lengi þú dveldur á blaðsíðunni heldur það að þú náir að klára hana með bros á vör.

0 comments:

Post a Comment

<< Home