STuttur fyrirvari = Gott djamm
Það var seint á miðvikudagskvöld sem hugmyndin kom upp. Á fimmtudagsmorgun var hringt og viti menn, ég og Sandra fengum miða á Selfoss þorrablótið sem búið var að vera uppselt á í nokkrar vikur. Ég hef oft hugsað um að fara á þessa skemmtun sem KB sjálfur kom á fót en í gær varð að því.
Í stuttu máli þá skal kvöldinu lýst með þessu orði: Hrikalegaskemmtilegt. Margt markvert gerðist og ég hitti fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi. Svona var þetta nokkurn veginn.
- Þorramaturinn var skemmdur eins og þorramatur er alltaf. Harðfiskurinn var góður og smjörið mjúkt.
- Borðvínið var undir borði og smakkaðist sérstaklega vel. Breezer half sugar er nýja uppáhaldið mitt.
- 18 ára gömul vanlíðan var rædd út og niðurstaðan var sú að þetta var allt saman einn stór og langur misskilningur.
- Þetta sagði einn um mig: Þú ert alltaf svo yndisleg, falleg og skynsöm stúlka, úfff maður roðnar nú bara við svona athugasemdir.
- Ekki einn, ekki tveir, ekki þrír heldur fjórir þurftu að koma því á framfæri við mig að ég væri alveg fáránlega lík Björk. Ég fór að hlægja í öll skiptin og sagði, varstu að lesa bloggið mitt? Allt fólkið svaraði eins, ha! ertu með bloggsíðu? Ég tel því að ég verði að fara að sætta mig við það að vera tvífari Björk, skyldi ég ekki geta fengið einhverjar sporslur út á það?
- Hvannadalshnjúkur 16. apríl, ætti maður að þora?
Takk fyrir Selfoss, yfir og út!
Í stuttu máli þá skal kvöldinu lýst með þessu orði: Hrikalegaskemmtilegt. Margt markvert gerðist og ég hitti fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi. Svona var þetta nokkurn veginn.
- Þorramaturinn var skemmdur eins og þorramatur er alltaf. Harðfiskurinn var góður og smjörið mjúkt.
- Borðvínið var undir borði og smakkaðist sérstaklega vel. Breezer half sugar er nýja uppáhaldið mitt.
- 18 ára gömul vanlíðan var rædd út og niðurstaðan var sú að þetta var allt saman einn stór og langur misskilningur.
- Þetta sagði einn um mig: Þú ert alltaf svo yndisleg, falleg og skynsöm stúlka, úfff maður roðnar nú bara við svona athugasemdir.
- Ekki einn, ekki tveir, ekki þrír heldur fjórir þurftu að koma því á framfæri við mig að ég væri alveg fáránlega lík Björk. Ég fór að hlægja í öll skiptin og sagði, varstu að lesa bloggið mitt? Allt fólkið svaraði eins, ha! ertu með bloggsíðu? Ég tel því að ég verði að fara að sætta mig við það að vera tvífari Björk, skyldi ég ekki geta fengið einhverjar sporslur út á það?
- Hvannadalshnjúkur 16. apríl, ætti maður að þora?
Takk fyrir Selfoss, yfir og út!
1 comments:
At 8:41 AM, Anonymous said…
Takk fyrir síðast sæta spæta, það var BARA gaman.
Kveðja Sessa
Post a Comment
<< Home