Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, February 04, 2008

Bolludagur

Hvernig stendur á því að mitt í allri þessari umræðu um fordóma og sjúkdóma fái dagur eins og bolludagur að standa óbreyttur. Ef það að ræða um andlegt ástand borgarstjóra er tabú (athugið þó að ég er sammála því að þar hafi verið skotið vel yfir markið), það sama er að segja um reykingarmennina sem við hin virðumst vera að leggja í einelti með því að skipa þeim út að reykja. Hvers vegna má þá leggja svona einn hóp í samfélaginu í einelti án þess að allt verði vitlaust.

Að halda upp á bolludag er ljótt, að öll þjóðin haldi upp á það að bollur séu til. Það næsta sem maður veit er það við fögnum hengilmænudeginum. Áður en við vitum af munu feministar setja út á messurnar tvær Jónsmessu og Þorláksmessu, svo við tölum nú ekki um Þorran.

Alla vega óska ég öllum bollum innilega til hamingju með daginn!!!!

1 comments:

  • At 7:28 PM, Blogger Alla said…

    Þorláksmessurnar eru reyndar tvær, að sumri og vetri ;O)

     

Post a Comment

<< Home