Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, February 07, 2008

Ný klipping og pungatal



Fór í klippingu í dag er bara nokkuð sátt við kollinn, kemur í ljós hvort ég verð ennþá sátt á morgun. Fínt að fara svona í klippingu korter fyrir árshátíð, þá verður maður eitthvað svo ægilega fínn eitthvað.

En yfir á punginn! Þar sem ég hafði verið sleginn í fótinn í stað tunnurnar í gærdag ákvað ég að skella mér í sund seinnipartinn, aðeins að hvíla fæturna frá Laugum þennan seinnipartinn. Eftir að hafa synt einhverjar margar ferðir fór ég svo í pottinn. Eftir smá stund þar koma þrír miðaldra menn í pottinn. Einn sem leit út fyrir að vera að minnsta kosti fimmtugur en hagaði sér eins og unglingur. Einn með yfirvaraskegg eins og þýskur klámmyndaleikari og einn svona nokkuð eðlilegur maður á sextugsaldri. Ég var að nudda á mér bakið með stútunum þarna í pottinum og þóttist ekki vera að hlusta en auðvitað hlustaði með fullri athygli. Þeir slógu um sig þarna sérstaklega hrukkótti unglingurinn. Mér skildist fljótlega á tali þeirra að þeir væru allir bílasalar og oj hvað þeir töluðu illa um kellingar sem vissu ekkert í sinn haus. Hrukkótti unglingurinn sagði: ég skal nú bara segja það að síðan ég skilaði gömlu kellingunni (..og já það er viljandi að ég skrifa kellingar svona svo það er óþarfi að leiðrétta það...bara til vonar og vara) hefur sko ekki verið eldað neitt ógeðis saltkjöt á mínu heimili. Það sama er að segja um þennan ógeðslega myglaða ógeðis þorramat, hann kemur sko ekki nálægt mér, enda er sú nýja ekki fyrir neina punga nema punginn á mér!!!!

Hahaha hvaða ógeðismaður segir svona setningar í almenningssundlaug með fullt af börnum í kringum sig. Það varð líka þögn í pottinum eftir að hann tjáði sig með þetta. Fyndið! Rétt seinna fór hrukkótti unglingurinn upp úr pottinum, átti sennilega erfitt uppdráttar eftir þennan sannleika. Ég sver það gaurinn var ekki komin nema tíu metra frá pottinum þegar félagar hans fóru að baktala hann...spurning hvort það er ljótara þetta með punginn eða þetta með baktalið!!!

Já það er skemmtilegt að fara í sund!

2 comments:

  • At 12:36 PM, Anonymous Anonymous said…

    Mjög fín klipping, sæt eins og alltaf. :) Fyndin pottasaga og já ógeðslegur karl, hann hefði átt að gæta orða sinna.

     
  • At 11:48 PM, Blogger Gugga said…

    Geggjuð klipping....algjör pæja :)
    Aumingja nýja kona hrukkupungsins og til hamingju gamla kelling hrukkupungsins með að vera laus við hann.

     

Post a Comment

<< Home