Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, February 06, 2008

Hómer fór í skólann!

Öskudagur eða öskurdagur eins og ég kýs að kalla hann, hvað skyldu vera margir svoleiðis dagar á hverju ári? Ég fór í skólann í Hómer búning, mér finnst þetta alltaf skemmtilegir dagar og þessi var engin undantekning. Við vorum reyndar einn af fáum skólum í höfuðborginni sem gáfu nemendum okkar ekki frí í dag. Við fórum með allt liðið í rútu í bíó í Smáranum þar sem allir fengu popp og kók. Mér fannst það alveg ótrúlegt að sjá hvernig Smáralindin fylltist af nammisjúkum eftirlitslausum börnum upp úr klukkan tíu sérstaklega þar sem búðirnar í Smáralindinni opna ekki fyrr en klukkan ellefu. Það var bara eins og börnunum hafi verið droppað þarna um leið og foreldrarnir fóru í vinnuna. Hvergi var öskupoka að sjá enda búið að gera þennan alíslenska öskudag að eftirhermu Halloween í henni Ameríku....synd! Hvað er spennandi við að safna sveittu nammi í stóran plastpoka?

Helstu afrek dagsins voru þau að vera lamin í fótinn með lurkinum stóra sem hitti ekki á tunnuna (eða kassann). Úfff þá var nú gott að vera með Hómer grímu svo engin gæti séð hvað ég meiddi mig mikið.

...ekki meira að sinni. Næsta færsla mun fjalla um ferð mína í Grafarvogslaugina fyrr í kvöld og pungatalið sem ég heyrði þar :) Verið spennt, verið mjög spennt!

0 comments:

Post a Comment

<< Home