Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, March 11, 2008

Ekki æfa yfir þig!

ÉG fór á æfingu í gærmorgun, reyndi á brjóst og bakvöðva. Seinnipartinn ákvað ég að fara út að skokka í blíðunni sem var þá. Skokkaði heila tíu kílómetra á góðum hraða án þess að stoppa. Bara nokkuð sátt miðað við aldur og fyrri störf.

Ég fór svo aftur á æfingu í morgun. Fór reyndar bara í brennslu, svona tuttugu, tuttugu, tuttugu. Seinnipartinn var ennþá svo gott veður að ég ákvað að fara aftur út að skokka. Reyndar ekki nema einhverja svona sex til sjö kílómetra, það er nú bara einu sinni þriðjudagur.

En ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er sú að í blíðunni núna seinnipartinn hljóp ég í gegnum Bryggjuhverfið. Þetta undarlega hverfi sem lítur út fyrir að hafa verið byggt úr lego-kubbum. Litirnir á húsunum eru flestir þannig að þeir myndu sóma sér vel í nærbuxnaskúffu, allt eitthvað svona lilla litað. En það sem mér finnst svo magnað við þetta eitt dýrasta hverfi í Reykjavík er hversu ljótt umhverfið þarna er. Kannski ef þú býrð í kubbahúsinu sem er beint fyrir framan smábátahöfnina gæti þetta sloppið en allt hitt er bara ljótt. Gámahöfnin þarna hjá Samskip er að mínu áliti ljótt útsýni, svo ég tali nú ekki um malarverksmiðjuna og vörubílana sem henni fylgja, æðislegt að hafa tuttugu metra háan sandskafl fyrir utan gluggann hjá sér sérstaklega þegar það er rok :)

Í hverfinu er engin skóli. Í hverfinu er engin búð. Í hverfinu er önnur af tveimur aðkomuleiðum þannig að fólk á litlum bílum eiga á hættu að skemma bílana. Það er fínt að hlaupa þarna í gegn, en jesús minn hvað ég myndi ekki vilja búa þarna...og hana nú!!

Ætla að fara að æfa klukkan sex í fyrramálið og hver veit nema Laugaskokk verði massað seinnipartinn :)

Góðar stundir.

0 comments:

Post a Comment

<< Home