Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, March 04, 2008

Hárblásarar

Ég heyrði því fleygt að í sundlaugum Reykjavíkur kæmi einhleypir saman í leit að öðrum einhleypum snillingum. Af þeirri ástæðu og einnig þeirri að ég var að reyna að mýkja upp á mér bakið skellti ég mér í Laugardalslaugina í gærkvöldi. Ég get svo sem ekki sagt að ég hafi séð mikið af þessum sætu einhleypu sem áttu að vera í lauginni, þó náttúrlega fyrir utan sjálfa mig. Mjög fáir töluðu líka íslensku og flestir voru í hallærislegum sundskýlum....það er eitthvað með þessar gamaldags speedo sem ekki gengur upp.

En jæja eftir góðan klukkutíma í heita vatninu fór í klefann, byrjaði á að fara á salernið. Þegar ég kem út af básnum blasa við mér fjórir stórir speglar og fyrir framan þá meðal annars tveir hárblásarar. Á speglinum fyrir ofan þá var búið að setja upp smá auglýsingu. Það sem á henni stóð olli mér miklum vangaveltum. Þar stóð þessi orðsending:

"Athugið: hárþurrkurnar eru einungis ætlaðar til að þurrka hár"

Mér er spurn? Fyrst starfsfólkið sá ástæðu til þess að setja upp þessa auglýsingu er greinilegt að hárþurrkurnar hafa verið misnotaðar við eitthvað annað oftar en einu sinni, ég er bara svo ótrúlega óhugmyndsnauð að mér hafa ekki dottið neinar aðrar brúkunaraðferðir í hug. Dettur ykkur eitthvað í hug? Ekki þurfa konur nú til að dags að nota hárþurrkur til að þurrka undirvagninn? Ég skil þetta bara ekki.

2 comments:

  • At 9:07 PM, Blogger Gugga said…

    Sumir nota þá til að þurrka föt...aha aha aha!!!!

     
  • At 10:14 AM, Blogger Alla said…

    Mig grunar að þeir séu notaðir til að þurrka kroppinn eftir brunkukremsáburð.

     

Post a Comment

<< Home