Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, March 09, 2008

Fjarstýringin

Hún hreinlega tókst á loft þegar ég stökk með látum upp úr sófanum í vikunni. Stýringin lendir á gólfinu og takkarnir þeytast um öll gólf. Eitthvað var tökkunum farið að fækka því þetta var ekki í fyrsta sinn sem svona flugferð á sér stað. Eftir að hafa skriðið um gólf og ýtt til húsgögnum varð niðurstaðan sú að fjarstýringuna vantar nú 13 takka. Það verður sífellt erfiðara að púsla þeim á stýringu með þeim hætti að ekkert af mikilvægu tökkunum séu ónothæfir. Ég ákvað því eftir að hafa fundið nokkuð góða uppröðun á tökkunum að líma fjarstýringuna saman. Fyrst með fljótandi UHU lími og vafði svo nokkra hringi utan um það með límbandi. Eftir þetta var ég nokkuð sátt. Ég settist í sófann og tók bókina mína upp af borðinu og sá mér til mikillar mæðu að undir henni voru sex takkar.

Hvernig á ég að koma þeim inn í stýringuna?

2 comments:

  • At 8:40 AM, Blogger Alla said…

    Ef ég væri þú myndi ég fara í búðina og kaupa nýja fjarstýringu - höggþolna! ;O)

     
  • At 5:12 PM, Anonymous Anonymous said…

    klaufabárður :)

     

Post a Comment

<< Home