Ég gerði óformlega könnun
...og komst af því að fólkið í kringum mig þekkir bæði forseta Íslands og Hómer Simpson. Alveg stórmerkileg uppgötvun finnst ykkur ekki. Fleiri Bretar þekkja Harry Potter frekar en Tony Blair, merkilegt alveg hreint. Ætli ástæðan sé ekki sú að Tony gamli er horfin af sjónarsviðinu.
Ég fór í vinnuna í dag og reyndi að gera eitthvað gagn þar. Ég er að segja ykkur það að ég er gjörsamlega að kafna úr hor. Ég fann ekki lyktina af fiskinum sem ég eldaði í kvöld, ég fann heldur ekki bragðið af honum og ég sá hann varla heldur, hann hefði getað gelt á disknum líka því það eru engar líkur að ég hefði heyrt það heldur. Það er hreinlega öll skynjun að kafna í hori. Talandi um að fá tvöfaldan í kók.
Hnerrar dagsins nálgast eitt hundrað, snýtur dagsins nálgast eitt hundrað. Aumingjavæl dagsins nálgast fimmtíu og gott ef hitinn er ekki komin vel yfir 38. Andskotans djöfull....ég verð að vera orðin hress á föstudaginn því þá ætla ég að detta feitt í það.
Góðar....atsjú.....stundir!
Ég fór í vinnuna í dag og reyndi að gera eitthvað gagn þar. Ég er að segja ykkur það að ég er gjörsamlega að kafna úr hor. Ég fann ekki lyktina af fiskinum sem ég eldaði í kvöld, ég fann heldur ekki bragðið af honum og ég sá hann varla heldur, hann hefði getað gelt á disknum líka því það eru engar líkur að ég hefði heyrt það heldur. Það er hreinlega öll skynjun að kafna í hori. Talandi um að fá tvöfaldan í kók.
Hnerrar dagsins nálgast eitt hundrað, snýtur dagsins nálgast eitt hundrað. Aumingjavæl dagsins nálgast fimmtíu og gott ef hitinn er ekki komin vel yfir 38. Andskotans djöfull....ég verð að vera orðin hress á föstudaginn því þá ætla ég að detta feitt í það.
Góðar....atsjú.....stundir!
1 comments:
At 10:07 PM, Anonymous said…
aumingja þú...alveg eftir þér að fá kvef í páskafríinu. Farðu nú vel með þig krían mín.
Post a Comment
<< Home