Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, March 27, 2008

Að hlaupa maraþon!

Það hefur alltaf verið draumur minn að hlaupa maraþonhlaup, 42 kílómetrar eru þó þokkaleg vegalengd, en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Stefnan er því sett á maraþon sumarið 2009. Maraþon hlaup er hlaupið að heiðra minningu dátans Feidippídesar sem hljóp frá stríðssvæðumv við Maraþon í Grikklandi til Aþenu til að segja fréttirnar af sigri Grikkja yfir Persum. Þetta var nú ekki fyrir löngu síðan, þarna um árið 490 fyrir krist. Ég get næstum staðfest það að kappinn hafi ekki hlaupið á Adidas skóm þessa vegalengd, né heldur hafi hann fengið vatn í hendurnar á vissu millibili.

Í upphafi var maraþonhlaupið fjörtíu kílómetrar og þannig var það hlaupið nokkra Olympíuleika. Því var svo breytt þegar leikarnir voru haldnir í London svo hlaupið næði frá Windsor-kastala til White City leikvangsins, þá var vegalengdin orðin 26 mílur sem eru 41.8 kílómetrar og svo 385 jördum í viðbót þannig að hlauparnir myndu skríða yfir marklínuna beint fyrir framan stúkuna hjá hefðarfólkinu. Þeir hafa verið frekir Bretarnir. Síðan þá hefur þessi vegalengd verið hlaupin 26,2 mílur eða 42.195 metrar. Merkilegt finnst ykkur ekki.

Smá skandall í sögunni varð þegar það uppgötvaðist að hlaupaleiðin í virtasta maraþon hlaupi í Boston var búin að vera 161 metrar of stutt...hahaha þvílíkur skandall.

Það er kannski ekki eins ég stefni á að setja heimsmet, en heimsmet í kvennaflokki á Catherine Ndereba frá Kenya á tímanum 2:18:47. Meira svona að geta sagt sjáðu Reykjavík, þarna hinum megin er Selfoss, þangað hljóp ég....! Gott markmið.

0 comments:

Post a Comment

<< Home