Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, October 18, 2008

Beverly hills 90210

Ég man þó alltaf eftir því þegar ég rakst á frægan mann í USA hérna um árið, í bókstaflegri merkingu rakst ég á hann. Ég var á fleygiferð á línuskautum eftir Bayshore í Tampa á Flórída. Það var ekki margt um manninn þarna á þeim tíma dags sem ég var vön að skella mér á skauta og því átti ég bara stíginn.

Í fjarska sá ég þó að maður nálgast mig. Svo kemur þetta undarlega hik, ég fer hægra megin og hann líka svo ég fer vinstra megin og hann ákveður að gera það líka og svo færðum við okkur báðir í miðjuna....og plaff!! Við klesstum saman, ég á línuskautum, hann gangandi.

Þetta var ekki þægilegasta bylta sem ég hef fengið, afrifinn á báðum hnjám og olnbogum lít ég upp og sé manninn bisa við að koma sér á fætur, þreifandi eftir gleraugunum sínum um leið. Svo mættust augu okkar og þá sá ég hver maðurinn var. Eins og þið sem þekkið mig vitið þá vantar þann kafla í hausinn á mér sem ætlaður er til að muna eftir og þekkja einhverja fræga.

Ég vissi því ekkert hvað ég átti að segja við manninn sem stóð þarna fyrir framan mig, ekki ánægður á svip og sagði því bara....Sorry Steve!! Við það skellti maðurinn upp úr, setti á sig gleraugun, hjálpaði mér á fætur og gekk svo hlægjandi í burtu.

En hver var maðurinn.

Jújú þetta var enginn annar en Steve sem var ein af persónunum í Beverly Hills 90210. Ég hef ennþá ekki hugmynd um hvað hann heitir en á þeim tíma sem ég brunaði á hann á línuskautunum var hann bara frægur.

...og dauði og djöfull Skjár einn ætlar að byrja að sína nýja seríu af Beverly Hills...ég er alveg ótrúlega, ótrúlega, Ó T R Ú L E G A spennt.

Hehehe...!

2 comments:

  • At 7:21 PM, Anonymous Anonymous said…

    IAN ZIERING...and do not forget it again!

     
  • At 9:48 AM, Blogger Gugga said…

    Bwahahahahahahaha!!!!

     

Post a Comment

<< Home