Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 02, 2005

Og svo kemur nýja árið

Til hamingju með nýja árið og allt þannig. Enn er unnið að kryddsíldinni. Var reyndar tilbúin með þessa þvílíku ritgerð því svo ótrúlega margt undarlegt hefur gerst á þessu ári. Ég ákvað svo að engin myndi nenna að lesa hana alla. Ég er því í niðurskurði og er að hreinsa út það sem minna máli skiptir. Að lokum mun þetta bara verða fáeinar línur :)

Gamlárskvöld var eins og oft áður misheppnað. Ég er sammála Soffíu með að gamlárskvöld sé ofmetnasta djammkvöld ársins. Ég mun framvegis eyða gamlárskvöldi heima, með rauðvín og spil og hana nú. Nýárskvöld er aftur allt annar handleggur og ekkert betra en að eyða því kvöldi í dansleiki. Við fórum nokkrar túttur, frekar óvænt í höfuðborgina og máluðum bæinn rauðan, eða eins og stjörnuspá fiskanna sagði: roðflettum okkur og stráðum gulli og silfri. Við byrjuðum kvöldið á Nasa og dönsuðum rassinn úr buxunum, fórum því næst á Ölstofuna (sem N.B. er ekki skemmtilegur staður), svo ætluðum við á 22 og svo á læstist ég úti af Hverfisbarnum meðan túttugengið reið rækjum þar inni, ég gekk því bara um og náði mér í smá yl á nokkrum stöðum. Við gengum svo saman í pylsupartý og fórum heim. Ég svaf undir silkirúmfötum í mjúku rúmi heima hjá Eddu. Summary: frábært og fjölbreytt kvöld en mikið helvíti var ógeðslega kalt úti.....
(og ég sem blóta aldrei).

Í dag var svo hið eina sanna jóla/spila/samverustund Rauðholtsættleggsins. Mikið er maður nú heppinn að eiga svona frábæra fjölskyldu - allt fólk með báðar fætur á jörðinni, ánægt með lífið og tilveruna og umfram annað alveg ótrúlega skemmtilegt. Heilsan og útlitið var að mínu áliti bara ágætt, að minnsta kosti þangað til þessi snilldarsetning var látin falla....Hann er álíka þunnur og þetta hræ við hliðina á þér (ég=hræið), hvernig svarar maður svona frösum? Gaman að því!

Ég lenti á undarlegu spjalli við skrýtin gauk í röndóttum bol sem var að skrifa lokaritgerð um karla sem fara til vændiskvenna!!! Áhugaverð heilabrot finnst ykkur ekki, Reykjavík klikkar samt ekki því mörgum virðist nægja að fara á djammið og ná sér í þessa hluti frítt. Hver skyldi vera munurinn á þeim körlum sem fara til vændiskvenna og þeirra sem hössla fyrir eina nótt á djamminu?

Allt tekur svo enda um síðir, og núna er það jólafríið sem tekur enda, heima býður Keflavík með sínum (k)ostum og (g)öllum. Börnin bíða, kennarar skríða og karlar skíða. Ég taldi áðan og núna á ég bara eftir að kenna 163 daga í Keflavík sem eru sirka 3924 klukkustundir. Og þið sem blótið frostinu, þetta er jákvætt frost því það drepur sitkalúsina :)

Later-geiter.

0 comments:

Post a Comment

<< Home