Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, January 04, 2005

The big words!

....Þá er loksins komið að því að standa við stóru orðin. Annáll ársins tók miklum stakkaskiptum nú fyrr í kvöld. Ég prentaði hann út og stakk honum niður í skúffu – nú rífst skúffan, tautar og skammast yfir þeim óleik sem hún þarf að bera. Þó hver skítlegi atburðurinn hafi elt annan ætla ég ekki að muna árið 2004 þannig. Í staðinn kemur hér bara upptalning á því mikilvægasta frá árinu 2004, það sem ég ætla að muna – sumt jákvætt og sumt neikvætt í engri sérstakri röð.

*Siggi bróðir og Anna konan hans fluttu inn í húsið sitt á Selfossi í lok ágúst. Litla barnið er flutt að heiman. Maður er nú bara montin með strákinn.

*Gugga útskrifaðist úr HR og það sem meira er hún er ekkert hætt að læra, margar áhyggjur horfnar með þessu. Maður er nú bara montin með stelpuna.

*Lítill sólargeisli sem lengi var búið að bíða eftir kom í heiminn. Henni var gefið nafnið Ásta Fanney og óhætt að segja að í henni finnist mesti gleðigjafi þessa árs.

*Hljóp aftur í Reykjavíkurmaraþoni, nokkuð mörg ár síðan líkaminn bauð upp á slík skrípalæti án þess að krefjast rúmlegu á eftir. Þó aðeins sjö kílómetrar hafi verið lagðir að baki var tilfinningin að hlaupa frábær og maður leyfir sér að skipuleggja fleiri hlaup í framtíðinni.

*Í sama dúr þá var hlaupið upp nokkur fjöll, Esjan og Ingólfsfjall nokkrum sinnum, Rauðkollur á Kili og Keilir. Það hefði ekki verið möguleiki fyrir síðasta sumar.

*Ekki er hægt að líta yfir árið án þess að minnast verkfalls. Vonandi það fyrsta og síðasta. Ég kvartaði þó ekki mikið, soldið töff að fá að sofa svona extra mikið. Það er aftur buddan sem varð fyrir barðinu á verkfallinu, því reikningarnir koma þó ekki komi launin. Verkfall skilur líka því miður eftir sig efasemdir um hvort rétt ævistarf hafi verið valið? Vonum bara að samið verði áður en til verkfalls kemur eftir fjögur ár svo ég þurfi ekki aftur í háskólann.

*Besta helgin: Verslunarmannahelgin á Akureyri, fyrir utan þursabitið hennar Guggu, það var ekki skemmtilegt.

*Versta helgin: Fyrsta helgin í desember og dagarnir þar í kring, með brotið hjarta, heyrnarlaus vegna bullandi sýkingar í eyrunum, verkjalyf í massavís og miður skemmtileg skilaboð sem dældust inn á tölvupósti. Þessa daga hefði ég viljað leggjast í hýði eins og birnir gera og vakna aftur í vor. Vona að ég þurfi aldrei aftur að eiga við svona daga og persónur.

*Besti dagurinn: Í Ásbyrgi í ágúst, eftir fjórtán ár komst Janus loksins aftur í Ásbyrgi. Frábært veður, gönguferðir, kelerí og hamingja. Það skemmir náttúrulega minninguna að þetta skuli hafa verið hluti af leikritinu hans Sigga...en þrátt fyrir það var dagurinn samt frábær.

*Versti dagurinn: Tveir dagar standa upp úr, annar í byrjun janúar og hinn var 1. des. Mun aldrei, aldrei gleyma þessum dögum.

*Árið færði mér fullt af nýjum og skemmtilegum vinum sem gaman verður að fíflast með í framtíðinni. Eins og gengur hverfa líka vinir, í sumum er eftirsjá og í öðrum er léttir. Ég las það einhvers staðar að hjartað væri alltof mikilvægur staður til að geyma eitthvað slæmt nálægt því er gott að hreinsa reglulega til. Góðir vinir eru svo aftur það besta sem maður á, þeir eiga því ætíð stórt pláss í mínu hjarta.

*Vinnan gekk vel, minns stendur sig vel í því sem minns tekur sér fyrir hendur.

*Nokkur kílógrömm fuku – þeirra saknar enginn.

*Já svona nokkurn veginn það besta og sárasta – hef lagt inn pöntun á betra ári – nenni ekki að eyða kröftum í annað en það sem skilar góðu. Anyways....ný könnun, please vote.

1 comments:

  • At 2:40 PM, Blogger Gugga said…

    Allt í allt.......fyrri hluti góður.....seinni hluti ekki eins góður. 2005 verður best!! :)

     

Post a Comment

<< Home