Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, January 08, 2005

Það er svo spes..!

..að fylgjast með fólki þegar útsölurnar skella á. Það kemur svona undarlegt yfirbragð á það það verður flóttalegt og augnaráðið verður leitandi. Stundum leyfir maður sér líka að detta í gír. Undanfarnar vikur hafa borið með sér eitt gott: fötin mín hafa stækkað! Þarf að finna einhverja svona minnkunar stillingu á þvottavélinni, skella bara öllu draslinu á suðu!! Afleiðingin er sú að Janus hefur fallið um enn eina fatastærðina á þessu ári....jei. Keypti mér buxur og kápu í dag, svona síða flotta, svarta kápu, verð hálffrúarleg í henni...en hún er flott og hlý.

Fór svo í matarboð hjá Sillu og Daða í kvöld. Þau eru búin að kaupa sér flotta íbúð í miðbænum og með barn í bumbunni. Gaman að koma til þeirra því það er ansi langt síðan ég sá þau síðast.

Er eitthvað hálfandlaus í kvöld, illa sofin og pirruð. Losaði mig leifarnar af Sigga í dag, er búin að hafa þær lengi í bílnum hjá mér og bíða eftir rétta tækifærinu til að skila þeim, tímdi ekki að senda þær í pósti og treysti mér ekki til að mæta honum eða hans án þess að eyðileggja það sem ég er búin að byggja upp hjá sjálfri mér. Ég hengdi dótið því bara á bílinn hans...gott að vera laus við þetta. Nú þarf bara að klára að tappa honum úr huganum og leyfa mér að treysta einhverjum öðrum.

Þegar ég var að keyra heim áðan var upptalning á fimm bestu gömlu danslögunum í útvarpinu. Ég fór náttúrulega að setja saman minn lista í huganum sem yrði einhvern vegin á þennan hátt:
5. Diva - kynskiptingurinn í jórúvisíon - alveg frábært lag.
4. Waterloo - ABBA smellur - var það ekki í júróvisíon?
3. Sísí - eitt það fáa góða við Stuðmenn - maður verður bara að hoppa og öskra við það.
2. It´s raining men - veit ekki hver syngur það en fæ alltaf fiðring í aðra tánna við að heyra það.

..og "stuðaðasta" lagið mitt er:
1. Ruslana - Wild dances -jóróvisíon flipp - maður getur bara ekki annað misst sig - veit það er ekkert gamalt en fann bara ekkert annað sem sló því við. Manni langar bara til að brjóta og slást þegar maður heyrir það. Fyndið að þrjú lög af fimm skulu vera úr Júróvisíon!!!

...og svo á sama hátt er listinn með þeim lögum sem kalla tár fram í augun:
5. Halelúja - man ekki hver syngur, einhver útlenskur strákur sem gaf út einn disk og hvarf svo af þessari jörð. Held að Páll Rósinkrans hafi misþyrmt laginu á síðasta disknum sínum. Strákur úr FSu söng það í söngvakeppni framhaldsskólanna nýlega og gerði það frábærlega - lagið veldur gæsahúð og textinn er frábær.
4. Streets of London - ég er búin að kunna textann lengi en er nýbúin að læra lagið - lag um eymd nokkurra gleymdra persóna sem búa á götunni í London - mjög flott lag sem ég get spilað á gítarinn minn.
3. Ég leitaði blárra blóma - lag sem ég heyrði fyrst í sumar, Hörður Torfa syngur það en textinn er eftir íslenskt skáld. Alveg ótrúlega fallegur texti hlaðinn tilfinningum og myndmáli - að auki er lagið og undirspilið sérstakt - kallar fram tilfinningar af mörgum ástæðum.
2. Seasons in the sun - Terry Jacks - Vá! ekki spyrja hvers vegna ég man nafnið á honum - alveg ferlega sorglegt eldgamalt lag um strák sem er kveðja sína nánustu áður en hann deyr. Einhver hefur nú misnotað þetta lag nýlega en ég kem ekki fyrir mig hver það var.

Og sorglegasta lagið mitt er:
1. Á kránni - (Ó pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim) Man alltaf eftir þegar ég heyrði það fyrst, þá söng Gugga K það í tjaldi úti í garði heima hjá sér, mér fannst það svo hræðilega sorglegt að ég hljóp grátandi heim, var ábyggilega svona 10 ára eða þar um bil. Sorglegasta vögguvísa sem samin hefur verið. Ég veit ég hef svolítið sérstakan tónlistarsmekk - sum lög límast bara í hugann á mér.

...og endum þetta á léttari nótunum: Jákvæðar hugsanir gleðja mig, eins og til dæmis þessi: Ímyndið ykkur hvað það væri dásamlegt ef allir í heiminum gætu verið hamingjusamir!!!

1 comments:

  • At 2:10 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Takk Guðfinna, maður verður að finna sér eitthvað að gera :) Jeff Buckley! Alveg rétt man nafnið núna, veit ekkert hvort heimildir mínar um tónlistarmanninn séu réttar enda kannski ekki aðalmálið því lagið er ekkert smá flott.
    Um hundinn hans!!! það óhjákvæmilega skemmir innihaldið ef það er rétt.
    Frænkugleðin verður eftir hálfan mánuð - sjáumst þá.

     

Post a Comment

<< Home