Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 09, 2005

Dauðlegir hlutir!!

Ein færsla á dag - þvílíkt leiðindi. Fór í langan, langan göngutúr áðan - labbaði eiginlega hringinn í kringum Keflavík og mætti fullt af fólki. Fólkið var annað hvort par sem leiddist og brosti eða var með hund! Ég þarf að fá mér hund svo ég passi í sunnudagsgöngurnar, skildi ekki vera hægt að leigja hunda fyrir gönguferðir svo maður líti ekki svona sorglega út.

Rafmagnstæki...var að leita að einhverju til að borða þegar ég kom heim og gramsaði því í skápunum í eldhúsinu mínu. Við þessa "grömsun" sá ég að ég á alveg ótrúlega mikið af rafmagnstækjum, bæði eldhústækjum og aðra rafmagnsgleypa. Upptalning á þeim í engri sérstakri röð - ísskápur, örbylgjuofn, kaffikanna, vöfflujárn, hitakanna, samlokugrill, brauðrist, handþeytari, blandari, straujárn, ryksuga, fótanuddtæki, sjónvarp (erfði annað stórt og nýtt fyrir jólin svo ég á tvö sjónvörp), vídeo, DVD-spilari, græjur, hárblásari, sléttujárn, rafmagnshitapoki, tölva, prentari, ferðatæki með CD, lítill rafmagnsofn, þvottavél, þurrkari, 7 lampar og tvær seríur. Daglega nota ég ísskápinn, tölvuna, sjónvarpið, útvarpið og eitthvað af lömpunum og (á þessum tíma) rafmagnsofninn sem berst við að kynda íbúðina. Þvottavélin, þurrkarinn, ryksugan, hárblásarinn og sléttijárnið er notað að meðaltali einu sinni í viku. Hin öll tækin eru sjaldan notuð og sum þeirra hafa aldrei verið tekin úr kassanum. Samt langar mig í fleiri tæki t.d. uppþvottavél og svona George Foremann grill - hefði líka ekkert á móti því að fá svona kjarnorkusturtuklefa eins og Siggi bróðir og Anna voru að kaupa sér. Smelli honum bara í stofuna við hliðina á uppþvottavélinni. Myndi þetta ekki vera veraldarhyggja á háu stigi - líður manni vel þegar maður á öll þessi tæki?

Helgin sem betur fer að verða búin, ætla að eyða restinni af deginum í að þrífa kisusporin af húsgögnum - það getur kannski verið að kisa sé kettlingafull, hún var tekin svo hrottalega í rassinn á Selfossi um jólin - er búin að dæla í hana pillum síðan en hún er samt að kanna hina allra ólíklegustu staði, gott að það er hurð fyrir örbylgjuofninum :) Það er svo kalt í þessari blessuðu íbúð í dag, 17,8 gráður segir mælirinn hérna hjá tölvunni, ég er í ullarsokkum, þykkri peysu og vafinn í teppi og er að skjálfa í sundur - ég ætla því bara að fara með rafmagnsofinn minn í herbergi, kveikja á honum, leggjast undir nýju sængina og lesa :) það gengur ekkert með þessa Tilfinningagreind var búin að gleyma hvað hún er löng og oft á tíðum sundurlaus.

Mikið að gerast í komandi viku - er að byrja í enn meiri og heilbrigðari niðurskurði í heilsuræktinni, byrja í blaki, fer á fyrstu kóræfinguna, fer til miðils og fæ alla foreldra á fund í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Ekki nema von að ég sé með magapínu :/

2 comments:

  • At 3:30 PM, Blogger Gugga said…

    Kóræfingu??? Why???

     
  • At 11:45 PM, Blogger hanna lisa said…

    Kannast við þetta með heimilistækin, maður þarf að eiga öll tæki en notar þau nú mismikið. Ég fékk svona George Foremann grill í jólagjöf í fyrra en skipti því. Svo fékk ég svona aftur þessi jól, ákvað að eiga það í þetta skiptið því annars fæ ég ábyggilega annað næstu jól.
    Já ég er líka að fara að fá foreldrana á fund á miðvikudag!
    Sjáumst á vinnunni á morgun :-)

     

Post a Comment

<< Home