Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, January 12, 2005

Kertin!!

Ekki þau sem brennd eru heldur þau sem gera það að verkum að bíllinn fer í gang. Það kemur að því þegar maður liggur og telur kindur allar nætur að vekjaraklukkan hringir fyrir daufum eyrum. Það gerðist sem sagt í morgun, ég var ábyggilega búin að telja allar kindur í Biskupstungum fyrir riðuniðurskurð þegar ég sofnaði í nótt, einhvern tíma rúmlega þrjú. Ég get næstum svarið fyrir það að klukkan mín hringdi ekki í morgun, var vakin af ritaranum klukkan 8:20 og var ekki alveg að átta mig á hvað hún meinti eiginlega. Það getur svo sem komið fyrir alla að sofa yfir sig en að sofa yfir sig þegar foreldrar barnanna eru komnir á kynningu í skólanum...dammit (og ég blóta aldrei). Í fyrsta sinn á næstum tveimur árum sem ég hef sofið mig - ég er snillingur!!!

Það var því enginn tími fyrir sturtu, bara í föt, greiða, bursta, skór og út!! og þá víkur sögunni að kertunum. Þegar ég kom hlaupandi út í bíl orðin 20 mínútum of sein þá vildi bíllinn ekki í gang, sama hversu heitt ég bað hann, sagði meira að segja please og allt. Á einhvern undarlegan hátt náði ég að láta hann renna í gang aftur á bak úr innkeyrslunni, ég gat því bakkað honum smáspotta, þá stóð hann bara þversum á götunni og vildi ekki fara í gang þar. Á svona stundum kallar maður ósjálfrátt á pabba sinn, hann getur alltaf lagað svona bílavesen. En þar sem hann var 100 kílómetra í burtu var ekkert annað að gera en að reyna sjálf. Með því að standa bensíngjöfina í botni náði ég hjakkast á bílnum upp í skóla, ég þurfti meira að segja að standa gjöfina í botni þegar ég var stopp á rauðu ljósi...þá að sjálfsögðu ekki í gír, drap mörgun sinnum á bílnum en komst þó sem betur fer á leiðarenda og engin stór skaði var skeður. Bíllinn fór svo á verkstæði til Stebba frænda eftir hádegið þar sem kom í ljós að kertin voru ónýt, hefðu meira að segja átt að vera löngu búin að segja nei takk. En elsku bíllinn minn rauði,hann gekk þetta aukaskref fyrir mig :) Fyrir effortið fékk hann líka nýja olíu og malar nú eins og köttur. Held að þetta sé búið að vera að angra hann síðan eftir misnotkunina á Dettifossveginum í sumar.

Þá víkur sögunni að öðru, ég fór á fyrstu kóræfinguna í kvöld. Var hellings spennt að fara og sjá. En....þvílík vonbrigði, svo ég taki létt til orða. Ég ætla nú samt að fara á aðra æfingu í næstu viku, bara til að vera viss um að taka rétta ákvörðun, fyrstu viðbrögð eru þó oftast hin réttu. Ef þið vitið um einhvern annan kór þá bendið mér endilega á hann - eina skilyrðið er að hann sé blandaður (þ.e. bæði kk og kvk) og að meðalaldur kórfélaga sé um 35 ár! Ætti ekki að vera flókið.

Bara ef þið eruð að spá þá er allt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu alveg ÓGEÐSLEGA dýrt - ég skil ekki hvernig nokkur maður lætur bjóða sér svona vitleysisgang - 60 fermetrar á 12 miljónir...hver kenndi þessu fólki eiginlega stærðfræði? Ég held að þá sé nú bara betra að leigja og eiga sér eitthvað smá líf.

Svo er nú það...ætla að fara beint í rúmið, skella í mig svona "go to sleep" rotara og vona að kindurnar í Bisk verði ótaldar eftir þessa nótt. Þær eru orðnar hundleiðar á þessum endalausa talnaflaumi!

1 comments:

  • At 7:54 PM, Blogger veldurvandræðum said…

    Þú ert fyndin:) sé þig fyrir mér yfirsofna, of seina og á klikkuðum bíl á leið að hitta fúla foreldra...þvílík dásemd. Leiðinlegt að heyra að kórinn fór ekki eins og vonað var.

     

Post a Comment

<< Home