Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, January 13, 2005

Miðillinn!

...og teljarinn stendur í 9.974! Nú fer það alveg, alveg að smella.

Ég fór til miðils í kvöld!
Hef ekki farið áður til svona "ókunnugs" miðils en hef nokkrum sinnum setið við eldhúsborð hjá "miðils" konum og hlustað á. Í stuttu máli sagt fannst mér eins og þessi elskulega kona hafi lyft af mér eins og 200 kílóum - hún þuldi upp allt sem búið er að ganga á hjá síðustu mánuði, næstum í smáatriðum, það var eins og hún væri inni í höfðinu á mér! Alveg ótrúlega þægilegt að losa sig þetta allt saman án þess að þurfa að segja það sjálf!! Alveg magnað.

Svo náttúrulega byggði hún alls konar skýjaborgir um framtíðina hvort heldur í karlamálum, húsnæðismálum, vinnumálum, námsmálum og barnamálum. Ég kýs að setja stórt spurningarmerki við það, framvegis ætla ég ekki að stökkva á neitt án þess að vera alveg viss um að eitthvað vit sé í því. Samt ekkert leiðinlegt að búa sér til smá dagdrauma út frá því. Miðilinn endaði svo á því að segja...það er ekkert að hjá þér...!
Ekki að ÉG hafi neitt verið í vafa um það, en samt gaman að heyra það svona frá ókunnugum.

Eins og miðillinn sagði - þá er betra að vera hreinskilin og trúr sinni sannfæringu heldur en að lifa í blekkingu við sjálfan sig. Það eru allt of margir sem lifa lífi sínu þannig. Ég hef ekkert reynt að fela það að síðasti mánuður hefur verið mjög erfiður, ég er heldur ekkert að fela hvers vegna hann er búin að vera erfiður, ég ætla heldur ekkert að fela það þegar sálartetrið fer að skríða saman aftur. Kvöldið í kvöld smellti mér alveg ótrúlega langt spor áfram, ef ekki bara nokkur löng spor áfram. Hún sagði: síðustu ár hefur þú verið að skríða yfir mjög hrjóstrugt landsvæði, en núna sér fyrir endan á því :)

Alla vega mæli ég alveg hiklaust með þessari konu, ætla kannski ekki að smella nafninu hennar hérna á síðuna hjá mér, en ef þið viljið vita meira skuluð þið hafa samband...!

Í kvöld er brjálað veður í Keflavík, það fýkur og rignir hundum og köttum, inni í tölvuherberginu var 15.4 gráðu hiti, ég kveikti á fína rafmagnsofninum, núna er hitinn 19.8 - alveg tær snilld að eiga svona færanlegan ofn :)

Sæl að sinni og kíkjið á teljarann!

2 comments:

Post a Comment

<< Home