Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, January 15, 2005

Nóttin er komin!

Óhætt að segja að kvöldið hafi verið spes. Ég borðaði um það bil tvö kíló af mat, 2 lítra af vökva, 5 tímar af sjónvarpsglápi, 3 tímar af netflakki. Hið fullkomna klessukvöld.

Úti rignir.

Horfði á söfnunina í sjónvarpinu í kvöld. Var að hugsa um að hringja og bjóða bindið mitt til sölu - það er svona svart með teygju - hefði kannski getað fengið nokkur þúsund fyrir það sem ég hefði svo getað gefið með góðri samvisku í söfnunina. En ég lét ekki verða af sölunni og gaf því ekki neitt. Algjör slóði. Litla stelpan mín á Indlandi lenti ekki í flóðbylgjunni, henni líður vel á heimili Litlu ljósanna, sínu heimili. Á vissan hátt er ég því að styrkja þetta hamfarasvæði, ég er kannski ekki alger slóði!!!

Úti er stormur.

Ég flakkaði um allt á Amazon.com fyrr í kvöld. Mest selda bókin á Amazon er Harry Potter, já Harry Potter sem kemur út eftir nokkra mánuði....special price for you my friend. Ég ætla nú bara að bíða eftir að hún komi á bókasafnið. Lána Guggu hana kannski í nokkrar klukkkustundir svo hún geti lesið hana á mettíma eins og bók númer 5. Ef ég væri ríkur myndi ég fara í nám í USA. Námsefni og námsefnisgerð er á miklu, miklu, miklu hærra plani en ég hjá okkur, ég fékk reyndar alveg 100 hugmyndir við að skyggnast inn í bækurnar á Amazon. Mun eyða nokkrum klukkustundum í framleiðslu þeirra næstu vikurnar.

Úti er nótt.

Góður dagur, svefn, hvíld, át og rólegheit.
Gaman væri ef hægt væri að lengja helgina um nokkra daga.

0 comments:

Post a Comment

<< Home