Margur heldur mig sig, eða sig mig!
Einu dagurinn á árinu sem karlmönnum finnst töff að vera "bóndi"! Aðra daga ársins virðist fólk því miður ekki bera mikla virðingu fyrir því ævistarfi.
Var að koma heim úr Idol-geimi þessa föstudagsins, svaf svo mikið í dag að það þýðir ekkert að reyna að smella sér í bælið strax....nema bara til að lesa um Radíó Selfoss - ætla mér að klára þessa bók þó hún sé ekki sú skemmtilegasta sem ég hef komist í. Var bara þokkalega sátt við þennan Idol-heim-dóm í kvöld, hefði samt ekkert grátið þó guli gallinn hefði horfið.
Ég hlakka svo til þegar vatni verður sprautað á þetta undarlega bál sem glefsar í mig núna svo það hverfi endanlega. Gersamlega tilgangslaust að velta sér í því. Ég er búin að sjá það að ég er algerlega ófær um að sjá út persónur. Hef hingað hef ég til talið mig ágætis mannþekkjara, en vegna stórra mistaka undanfarið er ég nú á öndverðrum eyði. Er það kannski bara þannig að allar manneskjur eru óútreiknanlegar? Þær sem maður heldur að séu svona eru hinsvegin og öfugt? Er þetta kannski bara spurning um tíma? Hvað verður maður að vera búin að umgangast/þekkja persónu lengi til að geta sagt að maður "viti og skilji" hana? Maður náttúrulega þekkir sína fjölskyldu út og inn, enda búin að umgangast hana alla ævi, suma hluti fær fjölskyldan samt ekki að vita, þess vegna eigum við vini. Ég man eftir máltæki sem hljómaði einhvern vegin svona "við eigum fjölskyldu, en veljum okkur vini". Sumt veit fjölskyldan og sumt vita vinirnir og sumt vita bæði, já og sumt veit engin nema við sjálf. Maður sjálfur stendur vörð um þessar persónur sem eru manni mikilvægastar og veit það á sama tíma að þær myndu gera það sama fyrir mann. Á sama tíma verður maður að passa að taka ekki ákvarðanir fyrir þessar persónur né gera þeim upp skoðanir. Því sama hversu vel við þekkjum þessar persónur, mun það aldrei leiða gott af sér að telja að við vitum hvernig þær hugsa, því stjórnar sem betur fer engin. Að finna samhljóm hjá öðrum er manni gríðarlega mikilvægt, að neyða persónu til að spila eftir sínu höfði, þýðir að lokum það að hljómurinn verður falskur og samleiðin engin. Svo ég vitni enn í miðilinn, sem skammaði mig fyrir að skella sálinni minni í lás þegar eitthvað bjátaði á og ætla mér að loka öll vandamál niðri í kassa og halda að með því myndu þau bara hverfa. Þá get ég ekki talið upp margar persónur sem mér finnst virkilega þekkja mig, hef því miður ekki haldið marga fyrirlestra um eigið ágæti. Foreldrar og systkini mín þekkja mig náttúrulega vel. Þar fyrir utan eru það Gugga og mamma Munda þó ég hafi ekki verið nógu dugleg að fara til hennar undanfarið, það breytist þegar Gugga flytur heim aftur. Þessar persónur eru allar búnar að vera stór hluti af lífi mínu síðan ég man eftir mér og fyrr, því ég man varla neitt fyrr en um tíu ára aldur :) Þessum persónum myndi ég treysta fyrir öllu og veit að þær myndu styðja mig með það. Fyrir utan þennan innsta hring stendur svo gríðarlega stór hópur af fólki sem maður kallar vini og kunningja. Ég hef undanfarið fundið mig sérstaklega vel meðal nokkurra þeirra og er hundfúl sjálfri mér fyrir að hafa ekki ræktað samband við þá betur, þetta eru til dæmis Inga, Alla, Edda, Halla, Sandra og Gurrý - algerir englar. Héðan í frá mun þetta breytast, nú selur Janus tilfinningar í heildsölu....! Já og hana nú. Veit ekki alveg hvað ég er að fara með þessum skrifum en vona að þetta sé ekki samhengislaust fyrir ykkur því það er það ekki fyrir mér. Hef bara þurft að styðja mig óvenjumikið við aðra en sjálfa mig undanfarið og hef fundið mikinn stuðning frá ykkur. Einhvern tíma geta hlutverkin snúist við (vona samt ekki) en þá mun borga ég fyrir mig með því að vera til staðar og hlusta og styðja. Með þessum orðum er ég kannski að reyna að segja ykkur hvað ég met ykkur mikils og já....bara takk fyrir að vera hluti af mér. Nú er gott að losa sig við öll þessu gömlu leiðindi og byrðar og byrja árið 2005 á opnum nótum með nýjum markmiðum.
Í framhaldi af þessu þá varð ég fyrir nettu áfalli í gær þegar ég fékk símreikning....! Úffff! eins gott að Guggan mín er að koma heim. Þegar álagið er mikið og besti og elsti sálufélaginn er í Grikklandi er hætta á stóóóóóórum reikningi :) Ég hef aldrei á allri ævinni minni fengið svona stóran reikning fyrir að tala og þetta var bara reikningur fyrir desember, janúar á eftir að verða stór líka. Ég get svarið það sálfræðingar fá varla svona gott tímakaup. Sé samt ekki eftir einni einustu krónu, því stundum verður maður og á að tala. Fyrir utan það að Gugga er náttúrulega alveg ótrúlega skemmtileg í gegnum síma eins og annars staðar. Ég mun þó minnka gsm-notkun um 3/4 frá og með næsta föstudegi.
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Það verður komið vor áður en við vitum af. Það er samt ennþá dimmt þegar börnin mín fara í frímínútur klukkan 9:30 í skólanum, en það breytist með hverjum degi sem líður því klukkan 9:50 þegar þau koma inn úr frímínútum er komin smá skíma. Það er líka svo miklu bjartara þegar snjór er yfir öllu. Ég hlakka svo til vorsins og sumarsins.
Það lítur hreinlega út að ég sé búin að finna mér félaga til að ganga með. Ég er ekki að ýja að því að þetta sé kærasti, þvert á móti, bara vinur sem deilir áhugamáli sem hann hefur ekki haft félaga í frekar en ég. Það er ennþá langt í land að ég hleypi annarri karlkyns veru nálægt mér, sennilega það eina góða sem ég lærði af Sigga, þ.e. ekki treysta karlmönnum, sérstaklega ekki þeim sem virðast vera góðir gæjar og traustsins verðir, þá eru þeir bara góðir leikarar, vááá hvað þetta hljómar biturt :). En þegar lagt er í dagana með svona viðhorf er engin hætta á að vera barinn niður. Ég mun byrja að blikka nýja félagann þegar líður að vori og teyma hann með mér á einhverja skemmtilega staði. Útivist býður reyndar alltaf upp á skemmtilegar og hressandi göngur á sunnudögum í allan vetur. Núna á sunnudaginn á til dæmis að fara í nokkurra tíma gönguferð yfir Hengilsvæðið. Veðurspáin er samt leiðinleg og Janus nennir ekki að labba í rigningu og roki. Prinsessur mega ekki blotna :) En það kemur sunnudagur eftir þennan sunnudag og nægur tími til stefnu.
Á morgun ætlum við að hittast nokkur saman og elda í tilefni þorra, já og degi bændanna eða bóndanna, reyndar bara einn bónda og margra bóndakvenna. Við hömpum því bara þessum eina bónda sérstaklega, hann verður bóndaður út í eitt! Í dag var reyndar einn nemandi minn stórhneykslaður á því að þau ættu virkilega að læra heima á bóndadegi!!! Þessi dagur er því greinilega mis-mikilvægur í hugum okkar.
Anyhú - hér lýkur þessari toga í allar áttir færslu -. Ég viðurkenni það alveg að þessi mun ekki beint falla í flokkinn með skemmtilegum færslum, frekar í flokk með of löngum færslum en stemmingin var bara svona í kvöld.
Var að koma heim úr Idol-geimi þessa föstudagsins, svaf svo mikið í dag að það þýðir ekkert að reyna að smella sér í bælið strax....nema bara til að lesa um Radíó Selfoss - ætla mér að klára þessa bók þó hún sé ekki sú skemmtilegasta sem ég hef komist í. Var bara þokkalega sátt við þennan Idol-heim-dóm í kvöld, hefði samt ekkert grátið þó guli gallinn hefði horfið.
Ég hlakka svo til þegar vatni verður sprautað á þetta undarlega bál sem glefsar í mig núna svo það hverfi endanlega. Gersamlega tilgangslaust að velta sér í því. Ég er búin að sjá það að ég er algerlega ófær um að sjá út persónur. Hef hingað hef ég til talið mig ágætis mannþekkjara, en vegna stórra mistaka undanfarið er ég nú á öndverðrum eyði. Er það kannski bara þannig að allar manneskjur eru óútreiknanlegar? Þær sem maður heldur að séu svona eru hinsvegin og öfugt? Er þetta kannski bara spurning um tíma? Hvað verður maður að vera búin að umgangast/þekkja persónu lengi til að geta sagt að maður "viti og skilji" hana? Maður náttúrulega þekkir sína fjölskyldu út og inn, enda búin að umgangast hana alla ævi, suma hluti fær fjölskyldan samt ekki að vita, þess vegna eigum við vini. Ég man eftir máltæki sem hljómaði einhvern vegin svona "við eigum fjölskyldu, en veljum okkur vini". Sumt veit fjölskyldan og sumt vita vinirnir og sumt vita bæði, já og sumt veit engin nema við sjálf. Maður sjálfur stendur vörð um þessar persónur sem eru manni mikilvægastar og veit það á sama tíma að þær myndu gera það sama fyrir mann. Á sama tíma verður maður að passa að taka ekki ákvarðanir fyrir þessar persónur né gera þeim upp skoðanir. Því sama hversu vel við þekkjum þessar persónur, mun það aldrei leiða gott af sér að telja að við vitum hvernig þær hugsa, því stjórnar sem betur fer engin. Að finna samhljóm hjá öðrum er manni gríðarlega mikilvægt, að neyða persónu til að spila eftir sínu höfði, þýðir að lokum það að hljómurinn verður falskur og samleiðin engin. Svo ég vitni enn í miðilinn, sem skammaði mig fyrir að skella sálinni minni í lás þegar eitthvað bjátaði á og ætla mér að loka öll vandamál niðri í kassa og halda að með því myndu þau bara hverfa. Þá get ég ekki talið upp margar persónur sem mér finnst virkilega þekkja mig, hef því miður ekki haldið marga fyrirlestra um eigið ágæti. Foreldrar og systkini mín þekkja mig náttúrulega vel. Þar fyrir utan eru það Gugga og mamma Munda þó ég hafi ekki verið nógu dugleg að fara til hennar undanfarið, það breytist þegar Gugga flytur heim aftur. Þessar persónur eru allar búnar að vera stór hluti af lífi mínu síðan ég man eftir mér og fyrr, því ég man varla neitt fyrr en um tíu ára aldur :) Þessum persónum myndi ég treysta fyrir öllu og veit að þær myndu styðja mig með það. Fyrir utan þennan innsta hring stendur svo gríðarlega stór hópur af fólki sem maður kallar vini og kunningja. Ég hef undanfarið fundið mig sérstaklega vel meðal nokkurra þeirra og er hundfúl sjálfri mér fyrir að hafa ekki ræktað samband við þá betur, þetta eru til dæmis Inga, Alla, Edda, Halla, Sandra og Gurrý - algerir englar. Héðan í frá mun þetta breytast, nú selur Janus tilfinningar í heildsölu....! Já og hana nú. Veit ekki alveg hvað ég er að fara með þessum skrifum en vona að þetta sé ekki samhengislaust fyrir ykkur því það er það ekki fyrir mér. Hef bara þurft að styðja mig óvenjumikið við aðra en sjálfa mig undanfarið og hef fundið mikinn stuðning frá ykkur. Einhvern tíma geta hlutverkin snúist við (vona samt ekki) en þá mun borga ég fyrir mig með því að vera til staðar og hlusta og styðja. Með þessum orðum er ég kannski að reyna að segja ykkur hvað ég met ykkur mikils og já....bara takk fyrir að vera hluti af mér. Nú er gott að losa sig við öll þessu gömlu leiðindi og byrðar og byrja árið 2005 á opnum nótum með nýjum markmiðum.
Í framhaldi af þessu þá varð ég fyrir nettu áfalli í gær þegar ég fékk símreikning....! Úffff! eins gott að Guggan mín er að koma heim. Þegar álagið er mikið og besti og elsti sálufélaginn er í Grikklandi er hætta á stóóóóóórum reikningi :) Ég hef aldrei á allri ævinni minni fengið svona stóran reikning fyrir að tala og þetta var bara reikningur fyrir desember, janúar á eftir að verða stór líka. Ég get svarið það sálfræðingar fá varla svona gott tímakaup. Sé samt ekki eftir einni einustu krónu, því stundum verður maður og á að tala. Fyrir utan það að Gugga er náttúrulega alveg ótrúlega skemmtileg í gegnum síma eins og annars staðar. Ég mun þó minnka gsm-notkun um 3/4 frá og með næsta föstudegi.
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Það verður komið vor áður en við vitum af. Það er samt ennþá dimmt þegar börnin mín fara í frímínútur klukkan 9:30 í skólanum, en það breytist með hverjum degi sem líður því klukkan 9:50 þegar þau koma inn úr frímínútum er komin smá skíma. Það er líka svo miklu bjartara þegar snjór er yfir öllu. Ég hlakka svo til vorsins og sumarsins.
Það lítur hreinlega út að ég sé búin að finna mér félaga til að ganga með. Ég er ekki að ýja að því að þetta sé kærasti, þvert á móti, bara vinur sem deilir áhugamáli sem hann hefur ekki haft félaga í frekar en ég. Það er ennþá langt í land að ég hleypi annarri karlkyns veru nálægt mér, sennilega það eina góða sem ég lærði af Sigga, þ.e. ekki treysta karlmönnum, sérstaklega ekki þeim sem virðast vera góðir gæjar og traustsins verðir, þá eru þeir bara góðir leikarar, vááá hvað þetta hljómar biturt :). En þegar lagt er í dagana með svona viðhorf er engin hætta á að vera barinn niður. Ég mun byrja að blikka nýja félagann þegar líður að vori og teyma hann með mér á einhverja skemmtilega staði. Útivist býður reyndar alltaf upp á skemmtilegar og hressandi göngur á sunnudögum í allan vetur. Núna á sunnudaginn á til dæmis að fara í nokkurra tíma gönguferð yfir Hengilsvæðið. Veðurspáin er samt leiðinleg og Janus nennir ekki að labba í rigningu og roki. Prinsessur mega ekki blotna :) En það kemur sunnudagur eftir þennan sunnudag og nægur tími til stefnu.
Á morgun ætlum við að hittast nokkur saman og elda í tilefni þorra, já og degi bændanna eða bóndanna, reyndar bara einn bónda og margra bóndakvenna. Við hömpum því bara þessum eina bónda sérstaklega, hann verður bóndaður út í eitt! Í dag var reyndar einn nemandi minn stórhneykslaður á því að þau ættu virkilega að læra heima á bóndadegi!!! Þessi dagur er því greinilega mis-mikilvægur í hugum okkar.
Anyhú - hér lýkur þessari toga í allar áttir færslu -. Ég viðurkenni það alveg að þessi mun ekki beint falla í flokkinn með skemmtilegum færslum, frekar í flokk með of löngum færslum en stemmingin var bara svona í kvöld.
0 comments:
Post a Comment
<< Home