Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 30, 2005

Að blóta!!

Fór í þorrablót hjá stórfjölskyldunni í dag. Það dugar náttúrulega ekkert annað þegar hún kemur saman en að leigja stóran sal með öllu tilheyrandi því fjölskyldan telur næstum 70 manns ef allir myndu mæta. Í dag voru um það bil 50 manns mætt. Alltaf gaman þegar þessir stuðboltar koma saman, systurnar tuða og bræðurnir kíta í kross og bland svo glotta allir út í annað og hlægja svo af öllu saman. Ég borðaði yfir mig af harðfisk, kartöflumús og rauðrófusalati....hitt draslið lét ég eiga sig.

Náði loksins í fjallagarpinn Höllu og við plönuðum fjallaleiðangra í massavís, frábært þá kemst ég hjá því að treysta á Útivist og þá sem hugsanlega gætu ákveðið að birtast þar. Flott og frábært! Við ætlum að byrja á Esjunni næsta föstudag, svo er markið eitt fjall á viku! Ég missti reyndar af Akrafjalli á laugardaginn, vissi það of seint, hefði glöð viljað fara - en missi ekki af fleirum. Efst á óskalistanum mínum eru - Hafnarfjall, Baula og Hekla. Veit svo sem ekkert hvort sniðugt er að fara þau á þessum tíma...en þau eru samt efst á listanum.

Í allt kvöld er ég búin að vera að downloada myndir inn á myndasíðuna mína (myndir af mínum) - allt í möppu sem ég skírði: Ég - egó albúm. Svo skemmtilega vill til að í möppunni eru 22 myndir af mér :) og reyndar nokkrum í viðbót en alltaf af mér líka. Myndirnar ná yfir rúmlega tveggja ára tímabil, fullt af breytingum á þeim tíma. Hreinsaði til í tölvunni í leiðinni og henti fullt af drasli og ljótum minningum. Hefði viljað setja fleiri myndir inn en símasnúran var orðin svo þreytt á þessari misnotkun - hefur þú prófað að troða melónu inn í sítrónu :) og það aftur og aftur og aftur. Ég gef henni smástund til að jafna sig og byrja svo aftur.

Hvet ykkur til að lýsa skoðun ykkar í skoðanakönnuninni, kostar ekkert og gaman að sjá hvað ykkur finnst :) Ekki það að ég ætli neitt að lifa eftir því sem kemur út :)

Ég er stíf aftan í hálsinum, pínulítið flökurt, ljósið frá tölvunni pirrar mig, og hljóðið í útvarpinu er allt of hátt...! Það er því engin vafi: mígreniskast er í nálægð og hver að verða síðastur til að "dópa" sig. Ég bíð því bara góða nótt.

0 comments:

Post a Comment

<< Home