Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, February 01, 2005

Spennandi tónleikar!

Fékk þessa auglýsingu áðan og datt í hug að einhverjum myndi langa til að skella sér í Keflavíkina :)

Um þessar mundir er hið þekkta Robin Nolan Trio á ferð um Ísland til tónleika- og námskeiðahalds. Dagskrá tríósins í ferðinni er mjög þétt, en m.a. mun hljómsveitin fara til Akureyrar og Vestmannaeyja.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var svo heppinn að komast inn í dagskrána og mun Robin Nolan Trio halda tónleika á vegum skólans í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum, fimmtudaginn 3. febrúar n.k. Tónleikarnir hefjast kl.19.30. Robin Nolan Trio er vel þekkt og hefur ferðast víða um heiminn til tónleikahalds og eiga þeir félagar marga aðdáendur hér á landi. Tónlistin sem hljómsveitin leikur er sígaunadjass og tónlist í anda Django Reinhardt. Þetta er tónlist sem sjaldan heyrist hérlendis og er mjög sérstök og spennandi tónlist.
Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Þetta er einstakt tækifæri.

0 comments:

Post a Comment

<< Home