Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, February 02, 2005

Athyglisverðar samræður.

Í janúar mánuði var síðunni minni flett 2.679 sinnum og fjöldi notanda var 213. Ég veit um svona 50 - hina langar mig ekkert að vita um, vona bara að það séu engir perrar að fletta síðunni minni. Það er gaman að skoða sig um á teljari.is og jafnvel finna einhverja gamla vini í gegnum tilvísandi slóðir. Mér finnst þetta spennandi.

Ég fór á fund í gærkvöldi og fékk það svo staðfest stuttu síðar að ég væri á leiðinni til Bandaríkjanna í sumar, fer út 24 júní og kem heim fjórum vikum seinna. 24 júní er afmælisdagur Guggu og Frímanns og einmitt Jónsmessa í leiðinni - var reyndar alveg búin að festa mig á það að ganga yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessunni með Útivist. Það er einn af gömlu draumunum að komast þar yfir. Ég verð bara að fara yfir hann fyrr í júní eða bara eftir að ég kem heim. Svo er ég líka geðveikt svekkt yfir að komast ekki á Heklu, en þangað ætlaði ég að fara 3. júlí. En sú kerling fer ábyggilega ekkert heldur. Í staðinn fer ég til Tennesee (sorry stafsetningu) í júlí, þar verður ábyggilega nóg af sumri og sól.

Danmörk kemur núna sterk inn í skoðanakönnuninni, velgir Noregi á tánum. Hvers vegna ætti ég að fara til Danmerkur?

Ég heimsótti Öllu í gær að sjá hvernig hún er búin að koma sér fyrir - voða kósý hjá henni. Fór með bráðabirgða "innflutnings"gjöf handa henni - kjúkling frá KFC. Hann klikkar aldrei. Svo sátum við í nærri fjóra tíma og töluðum um allt á milli himins og jarðar. Gaman að því. Takk fyrir það Alla.

Ég átti mjög skemmtilegt samtal við sjálfa mig í morgun. Þá sat ég á baðherbergisgólfinu með hausinn hálfan niður í klósettið...
Ég: Þú varst búin að lofa mér að verða ekki veikur?
Heilinn í mér: Nei það er ekki satt, ég var búin að lofa því að fá ekki flensuna.
Ég: Flensan er það sama og vera veikur? Ekkert reyna að neita því.
Heilinn í mér: Þú varst nú búin að lofa ýmislegu sem þú hefur ekki staðið við.
Ég: Hvað meinar þú?
Heilinn í mér: Þú vart til dæmis búin að lofa mér að hreyfa þig á hverjum degi.
Ég: Oh my god, ég þurfti að fara á fund í gær og komst þess vegna í ræktina. Ertu svona fúll yfir því?
Heilinn í mér: Þú varst líka búin að lofa mér að borða ekkert óhollt.
Ég: Eeeeee sko, maður verður stundum að leyfa sér eitthvað.
Heilinn í mér: Kentucky....reyndu ekkert að neita því að þú tróðst í þig kjúkling og frönskum og meira að segja kokteilsósu.
Ég: Æ, ég var nú líka að fagna góðum árangri á þessum tíma sem búin er, þú finnur alveg muninn á okkur.
Heilinn í mér: Já, ég viðurkenni það alveg, þú ert búin að standa þig ágætlega, en í gær framdir þú tvöföld svik og þess vegna færðu að borga fyrir það í dag.
Ég: Já, en hvernig á ég að komast í ræktina í kvöld ef þú lætur mig liggja hérna á gólfinu og rembast við að gubba lifrinni?
Heilinn í mér: Já það er rétt...!
Heilinn í mér: Ég skal hætta að láta þig æla ef þú lofar að halda áfram á góðu brautinni.
Ég: Hvað sem er.
Heilinn í mér: Engin óhollusta.
Ég: Lofa því.
Heilinn: Hreyfing á hverjum degi.
Ég: Lofa því.
Heilinn: Allt í lagi, þá þarftu ekki að æla mér, enda löngu búin að æla þessum ógó-kjúkling.
Ég: Frábært.

Þetta var um tíuleytið í morgun - ég er ekkert búin að æla síðan og sé því fram á það að komast í ræktina í kvöld að brenna restinni af þessum kjúkling :)

Góðar stundir.

2 comments:

Post a Comment

<< Home